Skírnir - 01.01.1960, Page 38
36
Jón Steffensen
Skirnir
Út af hans aldni
skal á eld bera
fyr kelisjúkar konur;
útar hverfa
þaz þær innar skyli
sá er hann með mönnum mjötuðr.
Kelisjúkur er talið merkja einhvern kvensjúkdóm, en mönn-
um ber ekki saman um, hver hann muni vera. Aðgengilegust
finnst mér skýring Reichborn-Kjenneruds vera (Lægerádene
i den eldre Edda). Hann bendir á, að frá grárri forneskju
hafi verið litið á legið líkt og sjálfstæða lífveru, sem gæti
flakkað um líkamann, og óeðlileg lega þess væri orsök margra
kvilla. Hippokrates rekur þannig flesta sjúkdóma til legsins,
og þessi skoðun hefur haldizt fram á þennan dag í sjúkdóms-
heitinu móðursýki (hysteri). Við þessu flakki á leginu (útar
hverfa þaz þær innar skyli) ráðleggur Hippokrates að reka
legið á sinn stað með reyk af ýmsum jurtum, aðallega eini
og einiberjum, og var þá reykurinn látinn leika ýmist um
sköp eða vit, eftir því hvort reka þurfti legið upp eða niður.
Reichborn-Kjennerud álítur, að Mímameiður sé einmitt einir
og bendir á, að í Noregi hafi mælzt 15 m hár einir. Það er
þannig ýmislegt í Fjölsvinnsmálum, sem lýtur að lækning-
um, auk þess sem Grógaldur er inngangur að þeim, en galdur
og töfrar voru snar þáttur í frumstæðri læknislist. Af kvæð-
unum verður þó engan veginn dregin sú ályktun, að Eir hafi
verið lækningagyðja, en segja má, að vel fari á því, að henn-
ar sé getið í kvæði, sem fjallar svo mjög um lækningar.
f kvæðum fornskáldanna kemur Eir fyrir í 13 lausavísum.
Einu sinni í kenningu hermanns „vápn-Eirar vörðr“ í vísu
eftir Björn Hítdælakappa (36. v.), en útgefendur sögunnar
láta þess getið, að ekki sé eðlilegt, að Björn ávarpi 15 vetra
svein hermann. Mér þykir líklegt, að með vápn-Eirar sé skáld-
ið að gefa í skyn læknistæki, svo sem hníf, sem er meira við
hæfi unglings, og að í kenningunni felist smækkun — smá-
vopn. Hinar 12 vísurnar hafa Eir í kvenkenningum. Gunn-
laugur ormstunga notar Eirarkenningu tvívegis um Helgu
hina fögru, í 13. vísu í hálfkenningunni „ung Eir“, og i 16.