Skírnir - 01.01.1960, Side 39
Skírnir
Lækningagyðjan Eir
37
vísu er kenningin „ormdags Eir“ (gulls Eir). Hallfreður
vandræðaskáld notar „Eir aura“ (gulls Eir) um Kolfinnu í
20. vísu, og Gísli Súrsson hefur þessa sömu kvenkenningu um
Auði (16. og 22. vísa). Loks kemur svo Eir fyrir í kvenkenn-
ingum í 7 vísum í Kormáks sögu, og er alltaf átt við Stein-
gerði Þorkelsdóttur, sex vísnanna eru eftir Kormák, en þá
sjöundu fer förusveinn með í nafni Kormáks. Kenningarnar
eru þessar: 1: „Áta eldbekks Eir“ (5. v.), þ. e. gulls Eir (Áti
= sækonungur, bekkr hans, særinn; eldur sævar = gull). 2:
„Eir hádyrnis geira“ (8. v.). Þessi kenning er torráðin, og til-
færir útgefandi sögunnar þrjár ráðningar á henni. Fyrsta er,
að dyrnar standi fyrir Durnir (dvergs nafn) og geirar séu
tungumyndaðir klæðisbútar og geira hádurnir merki þá
einhvers konar skrautverk, sem haft var á öxlum (dvergar á
öxlum, Rígsþ. 16. v.). önnur tilgátan (G.F.) er, að dyrni
merki dyraumbúnað og hádyrni ,,uppdyri“ og hádyrnis geirr
„horn“. Þriðja tilgáta (F.J.) er, að dyrnis eigi að vera þyrnis
og há „húð“ og háþyrnir „hár‘ og geirr þess „greiða“. 3:
„unnfúrs Eir“ (10. v. unnfúrr „bylgju eldur“ = gull). 4:
„geirs eyrar hlins Hörn“ (16. v.). Þessa kenningu hefur ekki
reynzt unnt að skýra nema með breytingum, en hér mun
aðeins getið þess, er viðkemur Eir sérstaklega, en um annað
vísast til skýringanna við vísuna í sögunni. B.M.Ó. skýrir
svo: Eir „lækningagyðja", geirr hennar „lækningatæki“. E.A.
Kock breytir í Eir geira; geiri er á fati og geira Eir „kona“.
F.J. hefur geirs eyrr „hönd“. 5: „hring-Eir“ (26. v.) „gull-
hrings Eir“, „kona“. 6: „földu hald-Eir“ (70. v.), földu af
falda „höfuðbúnaður konu“, hald „vernd, traust“. 7: „vald-
Eir“ (64. v.) er í vísunni, sem ort er í nafni Kormáks. Þetta
er ófullkomin kvenkenning.
Þegar litið er yfir þessar kenningar, sem Eir kemur fyrir í,
þá sést, að í einungis eitt skipti (geirr Eirar) hefur skýrend-
um vísnanna þótt þörf á að gera Eir að lækningagyðju til
skýringar kenningunni, og einni (vápn-Eir) hef ég svo bætt
við. Hvorug er þó einhlít, og hafa báðar einnig verið túlkaðar
á annan veg. Við útlistun kenninganna er aðallega stuðzt við
Snorra-Eddu, sem er lykillinn að lausn þeirra, svo af því