Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 40
38
Jón Steffensen
Skírnir
verður ljóst, að Snorri hefur ekki getað öðlazt vitneskju sína
um Eir af neinum þeim heimildum, sem oss eru nú kunnar.
Það getur hugsazt, að hann hafi haft fyrir sér eitthvert kvæði,
sem nú er glatað, að heimild, en líklegt er það ekki, því hann
tilfærir jafnan kvæði eða sagnir máli sínu til stuðnings, sé
þeirra völ. Af ofan sögðu mætti einnig telja sennilegt, að engu
skáldanna, sem notaði Eir í kenningum sínum, hafi verið það
ljóst, að hún hafi verið lækningagyðja eða að minnsta kosti
ekki notað hana í þeirri merkingu. Nú stóðu þessi skáld miklu
nær hinum heiðna átrúnaði en Snorri, svo það lægi e. t. v.
beinast við að álykta, að það væri tilbúningur hans, að Eir sé
læknir beztur. Til þess að geta dæmt um þetta atriði, er nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir hugmyndum Snorra um kenn-
ingar. ETm kvenkenningar segir í Skáldskaparmálum: „Konu
skal kenna til alls kvenbúnaðar, gulls ok gimsteina, ols eða
vins eða annars drykkjar, þess er hon selr eða gefr, svá ok
til olgagna ok til allra þeira hluta, er henni samir at vinna
eða veita. Rétt er at kenna hana svá, at kalla hana selju eða
lág þess er hon miðlar, en selja eða lág þat eru tré. Fyrir því
er kona kolluð til kenningar ollum kvenkenndum viðarheit-
um, en fyrir því er kona kennd til gimsteina eða glersteina,
at þat var í forneskju kvenna búnaðr, er kallat var steina-
sorvi, er þær hofðu á hálsi sér. Nú er svá fœrt til kenningar
at konan er nú kennd við stein ok við oll steins heiti. Kona er
ok kennd við allar ásynjur eða valkyrjur eða nornir eða dísir.
Konu er ok rétt at kenna við alla athofn sína eða við eign sína
eða ætt“ (Snorra Edda, 120. bls.). Það verður ekki séð af þess-
ari tilv. né annars staðar í Skáldskaparmálum, að Snorri geri
nokkurn greinarmun á því, við hverja ásynju, valkyrju eða
norn sé kennt. Það virðist einu gilda, hvort kennt er við Eir
eða Freyju í kvenkenningum. Það er einungis átt við konu.
En því má ekki gleyma, að Snorri sér hin heiðnu goð gegn-
um litað gler kristinnar samtíðar sinnar. Ég á bágt með að
trúa því, að heiðið skáld, sem lifði og hrærðist með guðum
sínum og þekktu mátt og takmarkanir hvers þeirra, hafi lagt
sömu merkingu í kenninguna „aura Eir“ og „aura Freyja“
— bara rétt og slétt kona. Blæbrigðasnautt mál má það vera