Skírnir - 01.01.1960, Side 43
Skírnir
Lækningagyðjan Eir
41
það helzt konur, sem getið er við lækningar, en þegar á
Sturlungaöld er sess þeirra skipaður körlum.
Þess gerist ekki þörf að rekja nánar áhrif trúarskiptanna
á menningu þjóðarinnar til þess að sýna, að á högum kon-
unnar og þar með á starfsliði læknislistarinnar verður stór-
felld breyting með tilkomu kristninnar, breyting, sem til þess
er fallin að torvelda réttan skilning á kenningum úr heiðni,
er lúta að lækningum. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga,
þegar meta á kenningar Kormáks, en mest er upp úr þeim
leggjandi viðvíkjandi Eir. Bæði er hann elztur þeirra forn-
skálda, er nota Eir í kenningum, sennilega flestar vísur hans
ortar á tímahilinu 950—970, og svo notar hann þær kenn-
ingar margfalt oftar en nokkurt annað skáld, og honum er
Eir tiltækari en aðrar ásynjur í kenningum sínum. Þegar
kvenkenningar Kormáks eru skoðaðar í þessu ljósi, þá verða
þær æðimargar umfram „geirr Eirar Hörn‘“, sem betur fer á,
að feli í sér læknisdóm heldur en eins og þær hafa verið túlk-
aðar. Og skulu þær nú raktar nokkru nánar. 1: Áta eldbekks
Eira (5. v.). I handritinu stendur ita, sem ég vil breyta í uða,
og verður þá kvenkenningin úSa eldbekks Eir, úSi arins „sót“,
sbr. umdögg arins, sem var eitt af lyfjunum í óminnisveig-
inni, sem Grímhildur færði Guðrúnu (sjá hér að framan
23. v. Guðrúnarkv.). 2: Eir hádyrnis geira (8. v.). Skýring
G.F. á hádymis geira var „horn yfir dyrum“, sem þá er ekki
drykkjarhorn, heldur til skrauts. En horn er forn læknisdóm-
ur, sbr. „hjartarhorn hefur afl við margar sóttir“ og „Uxa-
horn brennt þat eltir á burt orma alla“ (A.M. 434a, 12 mo,
23. bls.). Til greina kemur einnig, að hádyrnis sé misritun
fyrir eikþyrnis „hjartar11. 2: lauka brims hrist (3. v., og er
hún einnig eignuð Gunnlaugi ormstungu, en flestum ber
saman um, að hún sé eftir Kormák). Lauka brim „grasa-
seyði“ eða „lyf látið í öl“. 4: sölva Gunnr (18. v.) „grasa-
kona“. 5: sága snyrtigrund (16. v.). Þess hefur verið getið
til, að sága sé eignarf. flt. af sár (ker) og kenningin þá „sú
sem snyrtir ker“, enn fremur að sága sé misritun fyrir sveiga,
en mér finnst líklegast, að misritað sé fyrir sára og kenn-
ingin eigi að vera „sú sem snyrtir sár“. 6: glym-Ránar gátt