Skírnir - 01.01.1960, Síða 44
42
Jón Steffensen
Skírnir
(35. v.), skerjarSar skorS (54. v.), drafnar Freyja (59. v.)
og báru Vár (70. v.). Hér er alls staðar kona kennd til sjáv-
ar, en það er einkennileg kvenkenning og mjög svo sérstæð fyr-
ir Kormák. En kenningin verður eðlileg, ef átt er við sjó sem
lyf, en sú notkun á sjó er forn og byggist á saltinu í honum.
Elztu norrænar heimildir um lækningamátt hans eru í 21. v.
Guðrúnarkviðu hinnar fornu (sjá hér að framan), þar er full-
ið „aukit svalkoldum sæ“, og í 9. v. Völuspár hinnar skömmu
er Heimdallur nýborinn einnig „aukinn svalkoldum sæ“, sbr.
Hyndluljóð, 38. v. Sjórinn skipar í báðum vísunum hliðstæð-
an sess við jörð (mold) og sonardreyra (galtarblóð = fórnar-
blóð), en í heiðni voru hvor tveggja talin hafa mikinn lækn-
ingamátt, og svo var raunar um mold langt fram eftir öldum,
terra sigillita er t. d. í Pharmacopea Danica 1772. 7: ölstafnfs
linns lýsigrund (19. v.) er skýrt svo: ölstafn „ker“ eða „horn“,
linnr „eldsheiti“. Eldur hornsins gæti verið „gullskraut“. Ég
tel eðlilegra, að linnr merki hér „ormur“ og er þá ölstafns
linnr alveg hliðstætt við lyngfiskr langr í horni í 22. v. Guð-
rúnarkv. (sjá hér að framan) og er læknisdómur. Enda hef-
ur ormurinn eða slangan verið tengd lækninum svo langt sem
sögur herma. 1 sambandi við heiti eins og linnr og fúrr „eld-
ur“ eða „ormur“ og heitið hringr „gullhringur" eða „ormur"
kemur mér í hug, hvort þessi tvímerking heitanna stafi ekki
af ólíkri menningu í heiðni og kristni. Það gat farið vel á
því í heiðni að nota orm í kvenkenningum, en ekki í kristn-
um sið, þá veik hann fyrir elds og gulls merkingu. Slíkar
kenningar notar Kormákur nokkrum sinnum um Steingerði,
unnfúrs Eir (10. v.), hring-Eir (26. v.), hringa Hlín (3. v.)
og hrings Hörn (6. v.). Um stein og öl hefur þegar verið
rætt, en bæði koma oft fyrir í kvenkenningum Kormáks, þeg-
er átt við Steingerði: steina Gná (18. v.), handarskers þella
(71. v.), hálsmýils spöng (76. v.), sörva Gefn (56. v.), sörva
Ilmr (58. v.), sörva Rindr (77. v.), öl Sága (7. v.), liðs lind
(4. v.) og hornþeyjar Freyja (60. v.). En allar þessar tví-
ræðu kenningar, sem geta jafnvel merkt skraut eða öl, eins
læknisdóma, hafa ekkert sönnunargildi fyrir því, hvort Stein-
gerður hafi fengizt við lækningar. Hinar kenningarnar, sem