Skírnir - 01.01.1960, Page 46
44
Jón Steffensen
Skímir
upp úr því leggjandi, þó Eir komi þar ekki fyrir. Þessar heim-
ildir eru einstaka runaristur og svo rómversku sagnaritaramir
Caesar og Tacitus, en þeir litu goð Germana með augum út-
lendingsins. C. Marstrander (Eir í Kulturhist. Leksikon) álít-
ur, að nafnið Eir sé hið sama og á keltneska guðinum Esus,
en hann er ýmist talinn samsvara rómversku guðunum Mer-
curius eða Marz (Powell 1959)*). Esus á því ekki nema nafn-
ið tómt sameiginlegt Eir, en annars merkir Esus henging og
er að eðli skyldastur Óðni, sbr. hangagoS. Allt um það er það
athyglisvert, að nafnið Eir sé komið til germanskra þjóða frá
Keltum, því svo er einnig um orðin lyf og lœknir. 1 þessu
sambandi má einnig minnast hinnar sérstæðu frásagnar í
Vatnsdæla sögu, þegar hinn margkunnugi Bárður tók af gjörn-
ingaveðrið: „Elann bað þá handkrœkjask ok gera hring; síð-
an gekk hann andsœlis þrysvar ok mælti írsku“ (127. bls.).
Bárður hefur hér farið með írska töfraþulu, en keltneskar
töfraformúlur hefur Macellus frá Bordeaux (um 410 e. Kr.)
tekið upp í lækningabók sína „De Medicamentis“ (Reichborn-
Kjennerud, 1928). Það má svo varpa fram þeirri spumingu,
hvort það sé einber tilviljun, að Kormákur að nafni og útliti
(sbr. 6.v.) sver sig í irskar ættir, hefur gist Irland (sbr. 84. v.)
og notar keltneska orðið díar um guðina (Snorra Edda, 166.
bls.). Ég held ekki, til þess renna of margir straumar í sama
farveg. En því má ekki gleyma, að á Bretlandseyjum hafði
kristni ríkt um margar aldir, þegar víkingar hófu ferðir sínar
þangað, svo ekki er auðsætt, hvernig heiðin keltnesk menning
er til Norðurlandanna komin. Orð eins og lyf er talið komið
*) Einar Öl. Sveinsson hefur bent mér á, að nafnliðurinn aisi, sem
svarar hljóðrétt til eir, komi fyrir í áletrunum á þrem steinum fundnum
við Hadrianmúrinn á Bretlandi. Þeir eru reistir af germönskum hermönn-
um í liði Rómverja á timabilinu 222—-235 e. Kr. til heiðurs „Deo Marti
Thingso et duabus Alcresiagis Bede et Fimmilene . . .“ „Marti et duabus
Alœsiagis .'..“ (Jan de Vries: Altgermanische Religionsgeschichte, 2. Aufl.,
II, 11) og „Deabus Alaisiagis Baudihillie et Friagabi ...“ (sama, 11,316).
Eða til heiðurs guðinum Marz (Tý) og tveim liknandi (eirandi) gyðjum,
en nöfn þeirra eru tilgreind í tveim áletranna, en eru ókunn af öðrum
heimildum. Al- er algengt forskeyti í gyðjunöfnum á steinum germ-
anskra hermanna.