Skírnir - 01.01.1960, Page 49
ALEXANDER JÓHANNESSON:
MENNINGARSAMBAND ÞJÓÐVERJA
OG ÍSLENDINGA.
Islendingar hafa jafnan borið þakklátan hug til Þjóðverja
fyrir margs konar afrek á sviði menningar og lista. Þeir hafa
minnzt Konráðs Maurers, hins fræga þjóðréttarfræðings, er
rétti Islendingum hjálparhönd í frelsisbaráttu þeirra. Þeir
hafa minnzt hinna mörgu vísindamanna, er framar öllum
öðrum þjóðum hafa gefið út Islendingasögur (Max Niemeyer
í Halle) og önnur fornrit vor á íslenzku og vandaðar þýðing-
ar á þýzku (Thule-safnið). Þeir hafa minnzt áhrifa þeirra,
er íslenzkar bókmenntir urðu fyrir af skáldskap snillinganna
Goethes, Schillers og Heines og margra annarra höfuðskálda.
Þeir hafa minnzt tónsnillinganna Mendelssohns og Beethov-
ens, Schumanns og Handels, Bachs og Wagners og margra
annarra, og þeir hafa minnzt hinna mörgu þýzku söngva, er
hljómað hafa um langt skeið í innstu afdölum á íslandi og
fram til sjávar. Þeir hafa minnzt hinna mörgu þýðinga á
þýzkum ljóðum og sögum, og þeir hafa minnzt þess, að Þjóð-
verjar höfðu jafnan sýnt fslendingum vinsemd, og þeir hafa
litið með réttu á Þjóðverja sem öndvegisþjóð í Evrópu, sem
margt væri hægt að læra af.
Menningartengsl Þjóðverja og íslendinga byrjuðu all-
snemma. Þjóðverjar höfðu nokkur áhrif á kristnitökuna á fs-
landi. Tveir Þjóðverjar koma þar einkum við sögu. Annar er
nefndur FriSrekur biskup. Hann kom til íslands árið 981
ásamt Þorvaldi víSförla, og var markmið hans að kristna ís-
lendinga. Sagt er frá því í íslenzkum heimildum, að nokkrir
landnámsmanna höfðu kristnazt. Þorvaldur víðförli kom á
einni ferð sinni til Þýzkalands og lét þá skírast af Friðreki
biskupi. Hann brann af löngun til þess að kristna landa sína,
og nú héldu þeir Friðrekur biskup áleiðis til íslands. Fyrsta