Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 51
Skirnir
Menningarsamband Þjóðverja og Islendinga
49
ist í Skálholti veturinn 998—999 hjá Gissuri hvíta og fór síð-
an af landi brott. En árið eftir var kristni í lög tekin, sem
kunnugt er. Er enginn vafi á því, að þeir Friðrekur biskup
og Þangbrandur hafa átt verulegan þátt í, að kristni komst á
á íslandi. Frá miðri 11. öld laut Island, eins og önnur Norður-
lönd, erkibiskupsstólnum í Hamburg-Bremen. Þá var hinn
atkvæðamikli Aðalbert erkibiskup. Hann sendi marga presta
til íslands á næstu árum, hann vígði til biskups Isleif Gissur-
arson í Skálholti, er hlotið hafði menntun sína í Westfalen.
Sonur hans Gissur hlaut einnig prestsmenntun í Saxlandi og
vígslu og varð eftirmaður hans á biskupsstóli.
Þá skal vikið að öðru efni, Hansaverzlun Þjóðverja á 15.
og 16. öld. Þjóðverjar höfðu á 13. öld náð undir sig mikilli
verzlun við Norðurlönd, en er Islendingar voru gengnir Norð-
mönnum á hönd, eftir 1264, vildu Norðmenn gæta hagsmuna
sinna í verzlunarviðskiptum við Island, og var þá Björgvin
aðalverzlunarstaður Islendinga um langt skeið. Þjóðverjum
var þá bannað að sigla „ultra Bergas versus partes boreales“,
og urðu menn í fyrstu að gæta þessa. En Englendingar ráku
allmikla verzlun á íslandi frá upphafi 15. aldar, án þess að
fá leyfi til þess hjá Norðmönnum. Þeir voru illa þokkaðir hjá
Islendingum, og þegar þýzku Hansakaupmennimir tóku að
verzla við Island á seinni hluta 15. aldar, fór ekki hjá því,
að margs konar árekstrar yrðu. Það voru einkum Hansaborg-
irnar Hamborg og Bremen, en að nokkru einnig Liibeck,
Danzig, Bostock, Wismar og Stralsund og jafnvel Liineburg,
er þessa verzlun ráku. Þjóðverjar voru vel séðir á Islandi, og
var jafnvel litið á þá sem verndara fslendinga gagnvart Bret-
um, er frömdu ýmis ódæðisverk. Þeir drápu t. d. hirðstjórann
Björn Þorleifsson 1467. Eftirmaður hans einn var Þjóðverj-
inn Diederik Pining, er Piningsdómur er við kenndur, en
hann er frá l.júlí 1490 um réttindi erlendra kaupmanna á
íslandi. Það er sagt, að Pining hafi siglt til Norður-Ameríku
20 árum á undan Kolumbusi. Pining gaf út tilskipun m. a.
um, að ríkið skyldi annast fátækrahjálp. Er þessu mjög vel
lýst í riti Hans Friedrich Bluncks „Auf grosser Fahrt“. Um
árekstra Breta og Þjóðverja á íslandi ber einkum að geta um
4