Skírnir - 01.01.1960, Side 52
50
Alexander Jóhannesson
Skímir
atburð þann, er varð á höfninni í Grindavík sumarið 1532.
Þar lá brezkt skip, „Peter Gibson“ frá London, og veiddu
skipverjar bæði fisk og seldu varning sinn. Þá komu þangað
nokkrir kaupmenn frá Hamborg og Bremen og heimtuðu að
kaupa sama fiskinn, er Englendingar höfðu lagt til hliðar
fyrir sjálfa sig. Englendingar neituðu um viðskiptin, en þá
komu þangað Hansakaupmenn með 280 manns á 8 skipum
frá Hamborg og Bremen. Þeir réðust á enska skipið um nótt-
ina og drápu 15 manns af áhöfninni. Enskar og þýzkar heim-
ildir eru ekki sammála um ástæðuna fyrir þessum fjandskap,
en hann leiddi til stjórnmáladeilna milli Breta og Dana, auk
þess sem danska stjórnin gat ekki unað því, að landsstjóri
hennar hafði verið veginn 1467, án þess að hefndir kæmu
fyrir. Verzlun Hansakaupmanna á Islandi jókst og náði há-
marki sinu í upphafi 16. aldar. Konungur Dana reyndi nú að
losna smám saman við verzlun annarra þjóða, og þetta leiddi
til, að einokunarverzlunin komst á 1602, er stóð til 1787, og
á þessu tímabili hrakaði Islendingum mjög í öllum efnum.
Hansakaupmenn ráku allmikla verzlun fram að einokunar-
tímabilinu. Það er sagt, að þeir hafi reist þýzka kirkju í Hafn-
arfirði. Gætti ýmissa áhrifa þeirra, einkum hafa mörg orð
úr þýzku verzlunarmáli komizt inn í íslenzku á þessu tímabili.
Á þessum eymdartímum, er síðan urðu í sögu þjóðarinnar,
var andleg næring hennar mestmegnis rímur og andleg ljóð
í lélegum þýðingum. Áður en siðbótin komst á 1550, höfðu
sálmar verið sungnir á latínu í kirkjum landsins eins og í
öðrum kaþólskum löndum. En árið 1555 voru gefnir út og
prentaðir í Kaupmannahöfn svonefndir Marteinssálmar, þýð-
ingar eftir Martein Einarsson biskup. Þessir Marteinssálmar
voru 35 að tölu, og af þeim voru 18 þýðingar af Lúthers-
sálmum. 1 síðari söngbókum Islendinga voru mörg andleg ljóð
þýdd úr þýzku, einnig i vísnabók Guðbrands Þorlákssonar
á Hólum, er kom út 1589. Hann segir þar í formála m. a.,
þar sem hann talar um vanda þann, sem sér sé á höndum:
„Með sama hætti hafa þeir hinir gömlu forfeður vorir elskað
og iðkað þá málsnilld og það skáldskaparlag, sem norrænu
máli hæfir . .., svo sem opinbert er, að þetta norrænu mál