Skírnir - 01.01.1960, Side 56
54
Alexander Jóhannesson
Skímir
LjöS eftir Heine i íslenzkri þýðingu (1919). Um 50 ljóð eftir
Goethe hafa verið þýdd <á íslenzku og sömuleiðis fyrri hluti
Fausts, er kom út 1920 ásamt ítarlegri ævisögu Goethes sem
formála. Faust-þýðinguna annaðist Bjarni Jónsson frá Vogi,
sem sjálfur var gott skáld og vandaði mjög til Faustþýðing-
arinnar, sem tók hann mörg ár. Bjarni var mjög vel að sér
í þýzku og þýddi m. a. á íslenzku bækur eftir Gustav Freytag
(úr flokknum „die Ahnen“) og Conrad Ferdinand Meyer
(„Júrg Jenatsch“). Meðan á fyrri heimsstyrjöld stóð, orti
Bjarni drápu í fornum stíl til lofs Þjóðverjum og mærði í ljóð-
stöfum hetjur Þjóðverja að fornu og nýju. Löngu síðar hóf
Magnús Ásgeirsson þýðingu á Faust, en birti aðeins lítið brot,
sem var ágætlega gert.
Vart mun nokkur fslendingur hafa þekkt betur skáldskap
Goethes en skáldið Steingrímur Thorsteinsson, er þýddi 18
Ijóð hans, og hafa mörg þeirra orðið þjóðkunn, eins og t. d.
Heiðarrósin, Mignon, Álfakóngurinn, Korintska brúðurin,
Guðinn og bajaderan o. fl.
Annað gott skáld, er þekkti einnig vel skáldskap Goethes
og þýddi Mignon á íslenzku, var Benedikt Gröndal. Hann
minnist á Goethe í formálanum að Ljóðabók sinni (1900) og
hefir eftir honum þetta: Die Poeten schreiben alle als waren
sie krank und die ganze Welt ein Lazarett. Alle sprechen sie
von den Leiden und dem Jammer der Erde----------og nokkru
síðar: Die jetzige Generation fiirchtet sich vor aller echten
Kraft und nur bei der Schwache ist es ihr gemútlich und poe-
tisch zu Sinne. Man muss oft etwas Tolles unternehmen um
nur wieder eine Zeit lang leben zu können. Der beste artet
aus, wenn er bei seiner Komposition ans Publikum denkt
und mehr von der Begierde nach Ruhm, zumal Journalisten-
ruhm, als von seinem Gegenstand erfúllt wird.
Á eftir Gröndal og Steingrími þýddu ýmis íslenzk skáld
ljóð eftir Goethe á íslenzku. Eins og áður var getið, varð
Schiller einkum hugljúft skáld vegna fagurra hugsjóna sinna,
tilfinninganæmleiks og hátíðlegs guðmóðs. En Goethe var hið
spakvitra skáld, er gat sameinað bæði norræna hörku og suð-
ræna glóð, sem logaði í brjósti hans fram til síðustu stundar.