Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 57
Skírmr
Menningarsamband Þjóðverja og Islendinga
55
Mönnum virtist, að einkenni þjóðarsálar Þjóðverja sæist bet-
ur hjá Goethe en hjá nokkru öðru skáldi, og er hann því
talinn göfgastur fulltrúi þeirrar þjóðar, er býr í miðri Evrópu,
og hefir í sér fólgna bæði norræna dýpt og afl, en einnig suð-
ræna glóð og heitar ástríður.
Heine var um langt skeið eftirlætisskáld íslenzku þjóðar-
innar, og hafa fjölmörg íslenzk skáld þýtt hann og gert vísur
í anda hans. Jónas og Konráð lýsa honum þannig i Fjölni:
Samt er hann ekki stöðugur í sér, þegar hann yrkir, því meðan
það er sem blíðast og barnslegast hjá honum, þá er hann allt
í einu rokinn og gengur berserksgang, og meðan hann leikur
sér í meinleysi og er ekki nema tilfinningin tóm, veit enginn
fyrri til en hann verður meinhæðinn og tilfinningalaus. —
Háðið er í ætt við hina rómantisku heimspeki Fichtes, Schel-
lings og Schleiermachers. Rómantisku skáldin héldu því fram,
að skáldið þyldi engin bönd, hann væri einráður í skáldskap,
og sést þetta greinilega hjá Benedikt Gröndal, sem sagði: Mitt
er að yrkja, en ykkar að skilja. Heine hafði mikil áhrif á
Jónas, en vert er að athuga, að bragsnilld Heines og bragar-
háttur hefir haft mikil áhrif. Hann orti undir ferskeyttum
bragarhætti, þeim sem þessi vísa er undir: Þú ert sem bláa
blómið / svo blíð og hrein og skær, / ég lít á þig, og löngun
mér líður hjarta nær. Þessi bragarháttur er meðal fegurstu
hátta germanskra mála, en af ferskeytlunni eru nálega 2400
tilbrigði, og sýnir þetta, að bragarháttur Heines veldur miklu
um vinsældir hans, auk efnisins, því að hann var fyrst og
fremst ástarskáld, en háðið var aðeins um skeið tízkuatriði
rómantiskra skálda. Benedikt Gröndal hafði mikil kynni af
rómantisku stefnunni, og var það í anda hennar, að hann
hugðist gerast kaþólskur. Fór hann því til Kevelaar, var við-
staddur hornsteinslagningu að nýrri kirkju og orti þá lofkvæði
á latínu um Maríu mey. Reykelsisilmur kaþólsku kirkjunnar
heillaði enn meir en bláa blómið, sem skáldið Novalis hélt
fram, að væri tákn rómantisku stefnunnar. Gröndal þýddi
m. a. ljóð Goethes, „Þekkirðu land þar gul sítrónan grær“, á
íslenzku, Sólhvörf eftir Schiller (die Ideale) og „Kynast“
eftir Theodor Körner.