Skírnir - 01.01.1960, Side 61
Skírnir
Menningarsamband Þjóðverja og íslendinga
59
ur Kamban, Kristmann Guðmundsson og Halldór Kiljan Lax-
ness eru mjög lesnir á Þýzkalandi á vorum dögum. Ég minn-
ist þess, er ég var á fyrirlestraferð í janúar 1939 í Þýzkalandi.
Eftir einn fyrirlesturinn fór ég eldsnemma á fætur í svarta-
myrkri til þess að ná í járnbrautarlest. Þar var kominn ung-
ur menntamaður og var með „Brúðarkjólinn“ eftir Kristmann
í þýzkri þýðingu. Erindið var að biðja mig að skrifa nokkur
kveðjuorð framan á bókina. Sem dæmi frá síðari árum skal
aðeins nefnt, að 1941 kom út í Breslau „Studien zur islánd-
ischen Lyrik der Gegenwart“ eftir fíuth Dzulko, doktorsrit-
gerð, er fjallar einkum um skáldin Davið Stefánsson, Tómas
Guðmundsson, Stefán frá Hvítadal og GuSmund Böðvarsson.
Þessi stúlka, sem hér hafði dvalizt við nám, varð löngu síðar
prófessor í norrænum fræðum við Greifswald-háskóla. Ég hefi
sjálfur fengið fyrirspurnir um íslenzk efni, er væru hæf til
doktorsritgerða, m. a. um Halldór Kiljan Laxness, en ekki
veit ég, hversu farnazt hefir.
Ég hefi farið fljótt yfir sögu og stiklað aðeins á stærstu
steinunum. En áður en ég hverf frá þessu efni, vil ég minn-
ast á tvennt. Á voru landi er þekking á þýzkri hljómlist mjög
mikil, ekki aðeins tónlist heimsmeistaranna, er ég minntist á
í upphafi máls míns, heldur eru þýzkir söngvar og þýzk ljóð
enn sungin og leikin á hljóðfæri um allt Island. Hin mörgu
söngvahefti Jónasar Helgasonar um aldamótin 1900 og þýð-
ingar Steingríms Thorsteinssonar áttu sinn þátt í því. Stein-
grímur þýddi 18 kvæði eftir Schiller, 17 eftir Goethe og 8
eftir Heine, en við mörg af þessum ljóðum gerðu þýzk tón-
skáld undurfalleg lög, er síðan hafa verið sungin víða um
heim og einnig á íslandi. Hitt, er ég vildi minnast á, er hinn
sívaxandi straumur íslenzkra stúdenta til þýzkra háskóla.
Munu þar nú vera við nám yfir 150 íslenzkir stúdentar, er
nema þar við fjölda háskóla hinar ólíkustu greinar og kynn-
ast þar um leið þýzku þjóðlífi, er mótast af vinnusemi, spar-
semi og nægjusemi, þeim dygðum, er einar duga til viðhalds
þjóða og eflingar andans.
Þjóðverjar hafa við mörg tækifæri sýnt íslendingum margs
konar vinsemd. Á þúsund ára hátíðinni sendu þýzkir vísinda-