Skírnir - 01.01.1960, Side 65
Skírnir
Það finnur hver sem um er hugað
63
Það, sem bezt hefur haldið á loft nafni Brands, var starf
hans, meðan hann var ábóti í Ágústínaklaustrinu í Þykkvabæ.
Áhrif hans á hina uppvaxandi kennimenn voru mikil, að
minnsta kosti voru þeir margir af forystumönnum næstu
kynslóðar, sem töldu sig lærisveina Brands Jónssonar. Má þar
nefna tvo, er síðar urðu biskupar, þá Jörund Þorsteinsson á
Hólum og Árna Þorláksson í Skálholti, og einnig eftirmann
Brands sem ábóta, Runólf Sigmundarson. Enginn þarf því að
efast um, að Brandur hefur verið áhrifamikill og virtur bæði
sem maður og menningarfrömuður.
I æviágripum Brands Jónssonar hefur þess ávallt verið get-
ið, að hann hafi þýtt Gyðingasögu og að veturinn, sem hann
dvaldist í Þrándheimi hjá Einari Gunnarssyni erkibiskupi,
hafi hann snarað Alexanderssögu á íslenzku. Eins og áður er
sagt, eiga þessar upplýsingar rætur sínar að rekja til mið-
aldahandrita, og eftir því sem ég bezt veit, hefur enginn bor-
ið brigður á sannleiksgildi þeirra.
Það er heldur engin ástæða til efasemda, ef maður hug-
leiðir mannlega eiginleika Brands Jónssonar, stöðu hans í
þjóðfélaginu, víðlesni hans og lærdóm. Það er ástæðulaust að
efast um, að Brandur hafi getað þýtt þessi tvö verk.
En það er ómögulegt að lesa þessar tvær sögur án þess að
efast um, að þýðingarnar séu gerðar af einum og sama manni.
Sá, sem les báðar sögurnar, getur naumast komizt hjá því
að verða var þess reginmunar, sem er á þessum tveim sögum.
Gyðingasaga hefur engin sérkenni, hún er langdregin og
áhrifasnauð, þýðingin oft beinlínis vandræðaleg. Orðavalið er
að jafnaði hversdagslegt, en málið einkennist þó af óvenju-
legum orðatiltækjum, sem hvergi hafa geymzt annars staðar,
og af sérkennilegri merkingu sumra algengra orða.
Hins vegar helzt blær fornsögunnar í þýðingu Alexanders-
sögu, og stíllinn er þar sérkennilegur, hún er áhrifamikil,
meira að segja beinlínis hrífandi að frásagnarlist, og þýðing
hinna stirðu latnesku ljóðlina í óbundið mál má heita bráð-