Skírnir - 01.01.1960, Síða 66
64
Ole Widding
Skímir
snjöll. Sagan er orðauðug, orðavalið er klassiskt, og orðtök og
orðalag styrkja hrynjandi framsetningarinnar.
Hafi nú augu og ejrru manns opnazt fyrir þessum mismun
hinna tveggja sagna, er erfitt að varðveita trúna á það, að
einn og sami maður hafi getað leyst af hendi tvær þýðingar
svo gerólíkar, enda þótt vitað sé, að í öðru tilfellinu hafi ver-
ið um erfiða samskeytingu að ræða úr tveim til þrem latnesk-
um textum, sem sé Petrus Comestors: Historia Scolastica, I.
Makkabeabókinni og ef til vill Josephusi, en í hinu tilfellinu
hafði hann Gualterus: Alexandreis. Það er með öllu óskiljan-
legt, hvers vegna Brandur gerir aðra þýðinguna með hang-
andi hendi, en skapar í hinni á andríkan hátt óviðiafnanlegt
listaverk.
Það er því ástæða til að íhuga nánar heimildir okkar um
þýðingar hans og því næst draga fram einstök atriði um þýð-
ingarnar, sem varpað geta ljósi á aðferð og tækni þýðandans.
Sambandið milli handrita sumra fornsagnanna er stundum
mjög erfitt viðfangsefni. Þetta á þó ekki við um Alexanders-
sögu. Til er mjög vel skrifað og næstum heilt eintak af sög-
unni, ritað í lok 13. aldar — lauslega áætlað 1275 — og þar
við hætist skinnbrot frá um það bil sama tíma, sem nær yfir
nokkrar síður undir lok sögunnar, 10422—10622, 12217—12723
og 13712—13924 í útgáfu Finns Jónssonar.
Skinnbrotið er AM 655,4° XXIX. I útgáfu sinni af Alex-
anderssögu 1925 minnist Finnur Jónsson á þetta brot í inn-
gangi sínum og segir upp úr þurru, að brotið sé án efa ís-
lenzkt. Þeim, sem þekkja frásagnarhátt Finns Jónssonar, er
þetta tákn þess, að hér getur verið vafi á ferðum. Nánari
rannsókn á þessu broti hefur sýnt, að það er ekki, eins og
Finnur Jónsson hélt fram, ritað af einum skrifara, heldur
hafa að minnsta kosti tveir skrifarar lagt þar hönd að. Mörk-
in eru í útgáfunni á bls. 12323, og það mikilvæga er, að sá
fyrri hefur augljósa íslenzka rithönd frá því um 1275, en
hinn hefur aftur á móti greinilega fylgt norskri ritvenju. Þessi
skrifari hefur þannig látið orðmynd eins og iak fyrir ek hald-