Skírnir - 01.01.1960, Síða 67
Skirnir
Það finnur hver sem um er hugað
65
ast, en það ber vitni um fremur ósjálfstæðan afritara, sem
hefur mjög norskuskotið frumrit fyrir sér og lætur orð standa,
sem þó hljóta að stinga í stúf við hans eigin málvenju.
Þessi tvö handrit mynda sérflokk gegnt þremur öðrum, er
hafa greinileg sérkenni. Það er AM 226, fol. og uppskrift þess
225, fol., og enn fremur Holm 24,4°, sem hafa að öllu leyti
sama texta, en með mjög sérkennandi styttingum, er aukast
undir lok sögunnar. Auk þess hafa að vissu leyti orðið stíl-
breytingar við uppskriftina, sem ekki verður séð af útgáfunum.
Það er engum vafa bundið, að þessi þrjú eru sér í flokki ólík-
um þeim, sem hin tvö fyrrnefndu mynda, en samt ber hand-
ritunum þrem í þessum flokki á milli í nokkrum smáatriðum.
Hér er ástæða til að geta eins þeirra.
Til er bréf, sem Alexander mikli á að hafa skrifað kennara
sínum, Aristoteles. Það fjallar um furður Indlands og kemur í
rauninni ekki sögunni við, heldur geymir ritsmíð óháða Gualt-
erusi og ljóði hans. Textinn er þekktur á latínu á 9. öld.
Þetta bréf stendur alls ekki í AM 519, 4°, en í öllum hand-
ritunum, sem teljast til flokks B, þó með þeim einkennilega
mun, að í Holm 24, 4° er því bætt aftan við söguna, í AM
226, fol. er því aftur á móti skotið inn í textann á þeim stað,
þar sem getið er um, að Alexander skrifaði sínum gamla
kennara.
Þar eð bréfið hefur upprunalega ekki átt heima með kvæðinu,
heldur á sér sérstaka sögu, er alveg augljóst, að niðurröðunin
í Holm 24, 4° er eldri, og eins er hægt að álykta, að sá, sem
ritaði AM 226, fol., hafi þaulhugsað, hvernig skipa skyldi efn-
inu niður. Að minnsta kosti leiðir af staðsetningu bréfsins, að
gera verður ráð fyrir handriti innan B-flokksins, þar sem bréf-
textinn hefur staðið eins og í Holm 24, 4°.
Þessa tvo flokka má auðkenna sem hinn upprunalega A-
flokk og hinn stytta B-flokk.
Finnur Jónsson hefur komið fram með eftirfarandi ætta-
tengsl handritanna. Frumrit Brands greinist í x og y. Til x á
A-flokkurinn rætur sinar að rekja, en B-flokkurinn til y, en
því bætir hann þó við, að ekki sé öruggt, að x hafi verið til,
5