Skírnir - 01.01.1960, Síða 68
66
Ole Widding
Skirnir
þar eð hugsazt geti, að bæði handritin i A-flokki eigi rætur
sínar að rekja til frumrits Brands.
Þessum ættatengslum handritanna, álít ég, að verði að breyta
í mikilvægum atriðum, til þess að það, sem vitað er um hand-
ritin af Alexanderssögu, sjáist í réttu ljósi.
Flokkarnir A og B eru ólíkir í öðru mikilvægu atriði, ein-
mitt því atriði, er fjallar um þýðandann. 1 A-flokki hefur
endir sögunnar aðeins varðveitzt í AM 519, 4°. Sögulok hljóða
þar þannig: Nu gengr sol i ægi, segir meistari Galterus við
orðin þessi tiðendi. lycr hann þar at segia fra Alexandro magno.
oc sva sa er snuet hefir i sina tungu.
Hér er sem sagt höfundurinn nafnlaus alveg eins og t. d.
í Strengleikum (3018), þar sem stendur: lykr her nu sinu ær-
endi sa er bok þessare sneri.
Öðru máli gegnir um B-flokkinn. Á eftir setningunni „lycr
hann þar at segia fra Alexandro magno“ kemur „oc Brandr
byskup Ionsson er snöri þessi sogu or latinu ok i norrænu“
og síðan nokkrar upplýsingar um, hve langur tími væri lið-
inn frá sköpun heimsins.
Bæði í AM 226, 4° og í Holm 24, 4° fær Brandur heiður-
inn af því að vera þýðandinn, en í sambandi, sem ekki er
fyrir hendi í elzta handriti sögunnar.
Þetta er ekki eini staðurinn, þar sem Brands er getið sem
þýðanda. I AM 226, fol. er einnig skráð Gyðingasaga, það
er meira að segja aðalhandritið að þeirri sögu, þar eð að-
eins hafa varðveitzt tvö brot af eldri handritum. Þessi tvö
brot eru prentuð aftan við útgáfu Guðmundar Þorlákssonar,
og um annað þeirra, AM 655, 4° brot XXV, segir útgefand-
inn, að það greini svo mikið á milli í þvi og aðalhandritinu,
að ef til vill eigi það alls ekki við Gyðingasögu, heldur hafi
kannski verið sjálfstæð þýðing á I. Makkabeabókinni (og
Biblíuþýðing?). Finnur Jónsson endurtekur þessa skoðun í
bókmenntasögu sinni.
Það er mér óskiljanlegt, hvað hefur komið þeirri hugsun
inn hjá Guðmundi Þorlákssyni, að þetta brot heyrði ekki til
sömu þýðingu. Að vísu eru þær ólíkar um margt, en i orða-