Skírnir - 01.01.1960, Page 69
Skírnir
Það finnur hver sem um er hugað
67
vali og setningaskipun beri þeim svo vel saman, að hér get-
ur ekki verið um þýðingu tveggja manna að ræða. 1 raun
réttri sýnir brotið, að farið er með Gyðingasögu í 226, fol. á
svipaðan hátt og Alexanderssögu. Hún hefur verið stytt og
henni þjappað saman.
f lok þessarar Gyðingasögu standa áðurnefndar upplýsing-
ar um þýðandann: „þessa bok færdi hinn heilagi Jéronimus
prestr or ebresku máli ok i latinu. Enn or latínu ok i norrænu
sneri Brandr prestr Ionsson. er sidan var byskup at Holum.
ok sua Alexandro magno. eptir bodi virduligs herra. herra
Magnusar konungs. sonar Hakonar kongs gamla.“ 1)
Þetta eru þær skjallegu heimildir, sem völ er á i dag, en af
þeim verða menn að álykta, hver hafi þýtt Alexanderssögu,
og sprungulaus er sú undirstaða ekki, sem fullyrðingin um
Brand sem þýðandann hvílir á.
Annað handritið er frá því um 1275 og því ekki skrifað
mörgum árum eftir dauða Brands biskups. Það notar orðalag,
sem ekki er óþekkt í nafnlausum miðaldaþýðingum „sá er
sneri“, en handrit, sem rituð eru 125—150 árum síðar, til-
greina Brand sem þýðandann.
Það fyrsta, sem gera varð, var að rannsaka sambandið milli
AM 226, fol. og Holm 24, 4° betur en mögulegt er í útgáfu
Finns Jónssonar. Niðurstaðan er sú sama, sem Finnur komst
að: Þessi tvö handrit má rekja til sama frumrits með sam-
eiginleg einkenni, þar hefur sagan verið stytt með því að
sleppa úr og þjappa saman. Einkum er þetta greinilegt í lok
sögunnar.
Meira getum við ekki vitað. Þetta sameiginlega frumhand-
rit hefur ef til vill verið gamalt, en það kann líka að hafa
verið ungt, jafnvel frá því um 1400.
Að minnsta kosti vekur það furðu, að þetta ósamræmi skuli
vera milli flokks A og flokks B, að því er varðar upplýsingar
um þýðandann. Hið eina, sem hægt er að segja í því sam-
bandi, er, að fremur má hugsa sér, að leiðir hafi legið frá
x) Magnús Hákonarson varð ekki konungur fyrr en 1263, en fékk kon-
ungsnafn þegar 1257. Sjá Jón Þorkelsson, Safn til sögu Islands I (1856)
138.