Skírnir - 01.01.1960, Page 73
Skírnir
Það finnur hver sem um er hugað
71
og Finnur Jónsson, nefna báðir í inngangi sínum, að þýðingin
sé svo til orðrétt, þó með stuttum viðbótum hér og þar.
En viðbætur eru engar í Gyðingasögu. Þar er þýðingin ná-
kvæm bæði að því er varðar orð, setningaskipun, orðaröð og
jafnvel notkun beygingarmynda sagna.
Að mínu áliti er full ástæða til að rannsaka þessar stuttu
viðbætur í Alexanderssögu, því að þær eru venjulegast mót-
aðar í klassiskum stíl, og það er mikið þeim að þakka, að þýð-
andanum hefur tekizt að gæða stílinn krafti og þrótti.
T. d. standa í upphafi sögunnar (bls. 421) umvandanir og
lífsreglur, sem Aristoteles, kennari Alexanders, innrætti skjól-
stæðing sínum: Hlyð ecki ahviksaugur þeira manna er tvi-
tyngðir ero. Það er þýðing á Consultor procerum servos con-
temne bilingues (1,85), en við þetta bætir þýðandinn setn-
ingu: oc hafa isinom hvaptenom hvara tunguna (Holm 24, 4°:
hafa sitt j huórum huóptinum, AM 226, fol.: hafa sitt i huar-
um huaptinum).
Næst á eftir segir Aristoteles, að ef þeir séu hafnir til vegs
og virðingar, sem frá náttúrunnar hendi sé ætlað að vera lágt
settir, þá vex dramb þeirra sem litill læcr af miklo regni, er
samsvarar (I, 87) pluvialibus undis, en við þetta er svo bætt:
þat er oc. oronum nest er veslo batnar.
Það er alveg augljóst, að þessi tilhneiging þýðandans ber
vitni um sérstaka innlifun hans í frumtextann og gróskumikla
orðsnilld. Rökrétt má halda því fram, að þýðandi Gyðinga-
sögu hefði haft sömu möguleika til þess að sýna málsnilld
sína, en þar finnst ekki minnsti vottur um orðgnótt.
Það er ekki ætlunin með þessum samanburði að sanna, að
þýðingin á Gyðingasögu sé handaskömm. Síður en svo. Til-
gangurinn hefur verið að benda á nokkur af þeim atriðum,
sem greinilega sýna, að það eru tvær gjörólíkar meginreglur,
sem farið hefur verið eftir við þýðingu Alexanderssögu og
Gyðingasögu, og sjálfur er ég þess fullviss, að það getur ekki
verið einn og sami maður, sem gert hefur báðar þessar þýð-
ingar.
Hér er ástæða til að rifja upp aftur hugmynd, sem áður
hefur verið drepið á. Var það hógværð, sem kom Brandi til