Skírnir - 01.01.1960, Side 77
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
75
Ingibjörg, móðir Erlings, var dóttir Eyjólfs mókolls eldra
Magnússonar, og þaðan mun því komið mókollsnafnið, sem
talað er um,1) að Erlingur afi séra Ölafs hafi verið nefndur.
Móðir séra Ölafs, kona Jóns Erlingssonar, var Kristín Ólafs-
dóttir, Narfasonar ábóta á Helgafelli, en móðir Kristinar var
Solveig,2) hálfsystir Eggerts Hannessonar.
Jón Erlingsson átti einn bróður, er Ormur hét. Þeir erfðu
Bæ á Rauðasandi eftir föður sinn, en gerðust snemma sveinar
Eggerts Hannessonar og seldu honum þá jörð, en fengu í stað-
inn ýmsa jarðarparta. Fyrir þá meðal annars kaupir svo Jón
síðar Stóra-Laugardal af Eggerti, og þar hefir hann sennilega
búið í tvö ár, þegar Ólafur fæðist.3)
Um æskuár séra Ólafs er fátt eitt vitað. En varla verður í
vafa dregið, að föður sinn missir hann mjög ungur. Er sagt,
að það hafi borið til á þann hátt, að sunnudagsmorgun einn
hafi Jón séð hval á reki út undan Tálknafirði. Mannaði hann
þá strax bát og ætlaði að róa hvalinn í land, en enginn þeirra
hefir sézt síðan.4)
Ýmist er talið, að slys þetta hafi orðið sama árið og séra
Ólafur fæddist, eða þá er hann var á þriðja ári. Telur Hannes
Þorsteinsson hið síðarnefnda líklegra,5) en ekki er vitað, að
til séu heimildir, sem taka af allan vafa.
En hins vegar er vitað, að Jón Erlingsson er dáinn fyrir
18. maí 1563, því að þá hefir úttekt dánarbúsins farið fram.6)
Ef til vill er það þetta, sem Hannes Þorsteinsson hefir í
huga.
Og sjálfur segir séra Ólafur í kvæði sínu „Ævisaga digt-
arans“ 7)
Strax mínum föður stíaðir mér frá, o. s. frv.
1) JS. 3(H, 4to, Lbs. 2680, +to bls. 393.
2) Solveig var dóttir þeirra Bjama Andréssonar á Brjánslæk og Guð-
rúnar eldri Bjömsdóttur sýslumanns i ögri Guðnasonar.
3) Dipl. Isl. XIII, 379.
4) JS. 304,4to.
5) Hannes Þorsteinsson: Ævir lærðra manna, 47. bindi. Handrit á
Þjóðskjalasafni.
6) Dipl. Isl. XIV, 91—95. Sbr. dóm Eggerts Hannessonar um Laugardal.
7) 1B. 70,4to, bls.87.