Skírnir - 01.01.1960, Síða 78
76
Sigurjón Einarsson
Skirnir
Líklegt er, að Jón Erlingsson hafi ekki verið auðugur mað-
ur né haft mikið veraldargengi, því að í dómum um Laugar-
dal segir, „að greindur Jón Erlingsson hafi engin fé eftir sig
látið, hvorki kvik né föst, utan snöggan og snauðan garðinn
Laugardal“. Og einnig er sagt, að Jón hafi víða skuldað nokk-
urt fé.1)
Og þegar Eggert Hannesson seldi honum Stóra-Laugardal,
gerði hann það með þeim skilmálum, að Jón mætti hvorki
með gjöfum gefa né sölum selja og ekki heldur neinum veð-
setja þessa jörð nema Eggerti Hannessyni eða hans erfingjum,
ef þeir vildu aftur leysa fyrir slíkt verð, er fyrir kom. Það er
meira að segja tekið fram, að kona Jóns sé ekki undanskilin.
Einnig tilskilur Eggert í kaupmálanum, að Laugardalur
skuli hvorki gjaldast né greiðast í neinar skuldir Jóns, hvorki
á hans dögum né eftir hans dag.
1 þriðja lagi hafði hann tilskilið það fyrir kaupi Jóns, að
hann léti gera upp kirkjuna í Laugardal og svaraði af henni
öllum þeim reikningsskap, sem þar hafði fallið, síðan séra Ari
Steinólfsson stóð þar af reikningsskap herra Gissuri, svo að
það kæmi hvorki upp á Eggert né hans erfingja.2)
Eggert virðist því leggja kapp á, að jörðin lendi aftur í sín-
um höndum eða sinna erfingja, ef svo fari, að Jón flosni upp.
Er þetta líka í fullu samræmi við áherzlu Eggerts að hafa um-
ráðarétt yfir öllum stærri jörðum þar um slóðir.
En ef til vill hefir frændsemi ráðið þar nokkru um, að Egg-
ert virðist vilja greiða nokkuð veg Jóns með því að selja hon-
um Laugardal, en vill þó tryggja það, að svo góð jörð sé ekki
með öllu úr greip sinni runnin.
En þarna býr svo Jón aðeins í fá ár. Um búskap hans skort-
ir allar heimildir.
Eftir lát hans lætur svo Eggert Hannesson dæma sér Laug-
ardal aftur „til fullrar eignar og frjáls forræðis með öllum
sínum eignum, kvikum og dauðum, lausum og föstum“, eins
og segir í dómnum.3)
L Dipl. Isl. XIV, 92—95.
2) Sama, 92—95.
3) Sama, 94.