Skírnir - 01.01.1960, Page 80
78 Sigurjón Einarsson Skimir
Og í sama ljóðabréfi segir hann um Magnús prúða, mann
hennar:
Ef ég ei vekti upp angur þitt,
á mundi ég minnast líka,
þann, sem rífkaði ráðið mitt
og réttlætis gjörði að víkja,
herra yðar og húsbónda minn,
sem hvílir hjá guði í þetta sinn.
Man ég ei marga slíka.
Rikidóm, vizku, rausn og frægð
reyndar hafði hann stóra.
Lék sér lánið og lukku gnægð
við landsins þann forstjóra,
þann ágæta öðlingsmann,
sem öld með gulli ei launa kann,
skal lofa um lifdaga vóra.1)
Ljóðabréfið vottar, að séra Ólafi hefir þótt mjög vænt um
fósturforeldra sína, og líklegt er, að þau hafi látið sér mjög
annt um hann og á heimili þeirra hafi hann fengið góða
menntun. Svo segir líka Hálfdan meistari Einarsson í bók
sinni, Sciagraphia Literariæ Islandicæ,2) þar sem hann talar
um séra Ölaf.
Ragnheiður Eggertsdóttir var aðeins 16 vetra, f. 1549, þeg-
ar hún var gefin Magnúsi prúða, og var kaupmáli þeirra gerð-
ur í Bæ á Rauðasandi 22. sept. 1565.3) Má þá líklegt telja, að
Ragnheiður hafi strax flutt norður og tekið Ölaf með sér, en
Magnús hafði setið í ögri frá því um vorið og haft sýslur vestra.
Ögur, heimili þeirra Magnúsar og Ragnheiðar, var snemma
rómað sem sérstakt höfðingja- og menntasetur. Magnús var
menntaður maður. Hann var einnig ágætt skáld. Hann hafði
verið við nám í Þýzkalandi og kunni þýzku vel. Sem „lands-
forstjóri11, eins og séra Ólafur nefnir hann, var hann vel lát-
inn. Skartmaður var hann og glæsilegur, eins og viðurnefnið
bendir til. Og eins og hann var fyrirmynd annarra manna um
héraðsstjórn, var hann og fyrir öðrum mönnum um rausn og
1) IB. 70, 4to, bls. 77.
2) Gefin út 1777.
s) Dipl. Isl. XIV, 423.