Skírnir - 01.01.1960, Page 89
Skírnir
Séra Ölafur á Söndum
87
ur það enn, að hann hafi fengið jörðina með Guðrúnu konu
sinni.
Þann 30. maí 1592 er séra Ólafur staddur á Þingeyri og er
vottur að því, er Björn Þorvaldsson seldi Staðarhóls-Páli hálft
Seljaland í Skutulsfirði,1) en telja má, að kunningsskapur hafi
verið milli þeirra Ólafs og Páls, því að Páll var bróðir Magn-
úsar prúða sem kunnugt er.
Um þetta leyti var prestur í Vatnsfirði við fsafjarðardjúp
séra Jón Loftsson. Hann var systkinabarn við Gissur biskup
Einarsson.2) Hann hafði verið prestur í Vatnsfirði frá 1564
og var kominn á efri ár. Hann hafði átt tvær konur og misst
báðar, og sjálfur var hann heilsuveill.
En nú er ekki að orðlengja það, að hann festir ást á þriðju
konunni, og þó gamall sé orðinn, vill hann kvænast henni.
En þar sem veður voru hörð og langt að ná prestsfundi, að
sögn hans siálfs, tók hann þann kostinn að gefa sig sjálfur
saman við hana.
Spyrst þetta um héruð vestra og þykja hin furðulegustu
tiðindi.
Þá var prófastur um nyrðri hluta fsafjarðarsýslu Snæbjörn
Torfason. sýslumanns Jónssonar. Hann sat á eignarjörð sinni,
Kirkjubóli i Laugardal, og var fyrsti prestur, sem þar sat, en
Kirkjuból var áður útkirkja frá Snæfjöllum.
Prófastur lætur þegar boð út ganga til presta þar vestra og
stefnir þeim til prestastefnu í Vatnsfirði.
Ekki er vitað, hvort allir mættu í Vatnsfirði, sem þangað
voru boðaðir, og líklegt er, að einhverjir hafi helzt úr lest-
inni, þar sem þetta var um hávetur — í þorrabyrjun — og
yfir fjöll og firði að fara.
En þessir mættu í Vatnsfirði í janúar 1594: Séra Sveinn
Símonarson í Holti í önundarfirði, séra Teitur Halldórsson í
Gufudal í Austur-Barðastrandarsýslu, séra Sigmundur Egils-
son, sennilega að Eyri í Skutulsfirði, séra Tómas Pálsson i
Grunnavík, séra Ólafur á Söndum3), séra Erlingur Snæbjarn-
!) Ævir lærðra manna, 49. bindi.
2) Loftur faðir hans var bróðir Gunnhildar, móður Gissurar biskups.
3) Séra Ólafur kom ekki að Söndum fyrr en tveimur árum síðar.