Skírnir - 01.01.1960, Síða 90
88
Sigurjón Einarsson
Skírnir
arson að Stað í Súgandafirði, séra Ingimundur Ásgrímsson,1)
er síðar varð prestur í Otradal í Arnarfirði og séra Jón Þor-
leifsson á Stað á Snæfjallaströnd.
Flestir hafa þessir prestar sennilega þekkzt áður, og má t.d.
benda á, að þrír þeirra, ef ekki fjórir, höfðu eitt sinn verið
heimilisprestar Magnúsar prúða. Þeir Sigmundur og Tómas
voru heimilisprestar hans í ögri (Sigmundur fyrr), Ólafur í
Bæ, og, ef til vill, hefir Jón Þorleifsson gegnt þeim starfa á
undan honum.
í dómi þeim, er um mál þetta er að finna,2) segja prestar
þessir, að þeir hafi verið kallaðir í Vatnsfjörð þann 26. jan.
1594 „að umskoða og álíta það hjónaband, sem séra Jón Lofts-
son gjört hafði við Guðrúnu Sigmundardóttur, hvert hann
hefði gjört eftir giftingarmanns jáyrði og allri löglegri aðferð
og tilbúnaði svo sem fyrirskilur í kirkjunnar lögum og ver-
aldlegu lögmáli að því fráteknu, að hann hafi þar til engan
guðs orðs þénara utan sig sjálfan, hvorki til kaups né sam-
vígingar.“
Segjast þeir hafa „þetta skoðað og rannsakað. Þykjumst vér
engin dæmi til þvilíks vita. Og virðist oss sem í þessu hafi
hann brotið almenn kirkjunnar lög og meðtekna skikkun vorra
kristilegra yfirboðara, hvað oss virðist í engan máta líðandi,
að slíkir ósiðir eða nýjungar skuli framar meir við gangast.
Beiðumst vér hans afbötunar, en vér kunnum hana ekki að
fá, utan hann hafði hér til dregið stirð veðrátta, fjarlægð
kennimanna og sín eigin samvizka, hver afbötun oss virðist
lítið ástæði hafa. Þar fyrir skírskotum vér til biskups álita,
hvað honum virðist um þetta skikkunarbrot og hvert straff
hann vill hér á leggja. En oss lýst nauðsynlegt, að hann end-
urnýi þetta sitt áðurgreint hjónahand með biskups ráði og
samþykki.
Samþykkti þetta vort álit með oss áður greindur prófastur
séra Snæhjöm Torfason. Skrifað í Vatnsfirði sama dag og ár,
sem fyrr segir.“
Skrifa þeir síðan nöfn sín undir.
!) Ekki er vitað með vissu, hvar hann var prestur þá.
2) Alþingisbækur Islands III, 20—21.