Skírnir - 01.01.1960, Page 93
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
91
En Magnús prúði mun vera einn fyrsti Islendingur, sem
vart verður hjá ættjarðarástar eins og við skiljum hana í dag.
Hann lagði mönnum það heitt á hjarta að hugsa um, hvar
ættjörðin stæði, og hjálpa landinu, því að hver maður sé skyld-
ugur að gera allt, sem hann geti, fyrir föðurland sitt. „Eru
nær engin dæmi slíkra orða um það leyti og votta þau, að
Magnús hefir sjálfsagt verið bezti íslendingurinn á sinni tíð“,
segir Jón Þorkelsson í bók sinni um Magnús.1) En ættjarðar-
ást Magnúsar mun einna skýrast koma fram í mansöng
Pontusrímna.
Séra Ólafur hefir heldur ekki farið varhluta af þessum
áhrifum. En trú hans var einnig einlægari, kærleikurinn
meiri en hjá flestum kirkjunnar þjónum á þessum tíma.
Hann sveiflar sjaldan dómssverðinu yfir hinum þjakaða lýð.
Hann er furðumildur á einstrengingslegum tímum. Rödd hans
er ekki hávær, en einlægni slær á bak við þann tón. Þjóð-
rækni hans kemur einna bezt fram í kvæði því, er hann
nefnir „Um hrörnan lslands“.2)
Því er ekki að neita, að nokkuð er þar slegið á strengi hins
venjulega hnignunarsóns, sem einkennir skáldskap þessara
tíma, og vart við öðru að búast eins og umhorfs var í landinu.
Skáldið segir líka, að sig langi til himnaríkis frá þessu öllu
saman:
Fyrnist fsland fríða,
fölnar jarðarblóm.
Á leið til himins langar mig,
því lifa þar guðsbörn fróm.
Fymist ísland friða.
Og hann talar um, að „kaldur vetur og kolsvört nótt / hér
kaupsigling frásníða“. Honum ganga til hjarta hin hörðu ár
og atvinnuleysið, sem fólkið á við að búa. Hann segir, að það
deyi drottni sinum vegna fátæktar og skorts. Raunar kennir
hann trúleysi manna, en gleymir þó ekki að geta hins, að
Gott fólk á sér guð hér margt,
sem gerir vort land að prýða. . ..
x) Saga Magnúsar prúða, bls. 65.
2) fB. 70,4to, bls. 85.