Skírnir - 01.01.1960, Page 95
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
93
son, er sama ár fékk Stað í Súgandafirði, auk prófastsins séra
Sveins í Holti, fund með sér í Holti og taka þar fyrir klögun-
arbréf almúga yfir höndlan danskra kaupmanna.
Klögunarbréf þetta var stílað til sýslumannsins Ara Magn-
ússonar í ögri, en nauðsynlegt var, að prestarnir sem full-
trúar geistlega valdsins segðu líka álit sitt, svo að kvörtunin
jTði almenn.
1 bréfi því, er þeir rita þarna, kvarta þeir yfir verzluninni
við Ara, bæði fyrir sína hönd og annarra sýslubúa, og leggja
áherzlu á, að verð erlendrar vöru hafi stöðugt hækkað, en
innlendar afurðir staðið í stað. Samþykkja þeir dóm Ara um
þetta efni og bæta við ýmsum athugasemdum frá sjálfum sér.
Skora þeir nú á sýslumann og landsstjóra að líta á hag sinn
og ljúka bréfinu með þessum orðum:
„Erum því fyrrgreinda landsherra og stjórnendur lítillega
umbiðjandi, að þótt almúgi eður vér fáum ekki né náum við
þau gömlu kaupin að haldast, sem að fornu hefir verið eftir
landsins gömlu lagi, sem vors náðugasta herra kóngsins bréf
hlýðir, þá mættum vér þó mögulegrar og kristilegrar höndl-
unar og kaupskapar njótandi verða í hvoru tveggja íslenzkra
og útlenzkra kaupum, sölum, inntektum og útlátum, vigt og
mælingu.“x)
Kvörtun lík þessari hafði raunar áður komið fram vestra,
og er líklegt, að Ari hafi staðið á bak við þessar samþykktir.
Hann lét nú til skarar skríða og nefndi tylftardóm um mál-
ið að Hóli í Bolungarvík fimmtudaginn næstan eftir kross-
messu árið 1615.
Komust dómsmenn að þeirri niðurstöðu, að öll atriði kær-
unnar voru á rökum byggð og þyrftu leiðréttingar við. Varð
þetta til þess, að Ari setti fast verð á vöruna og tók sér mjög
til fyrirmyndar kaupsetningu Magnúsar föður síns frá seinni
hluta 16. aldar. Fór hann svo nálægt henni sem unnt var,
þótt mikil framfærsla hefði þá verið orðin á útlenzkum varn-
ingi, „svo það verður eigi með sanni sagt, að réttur kaup-
manna hafi verið fyrir borð borinn í Kaupsetningu Ara“.2)
x) Alþingisbækur Islands IV, 280.
2) Einokunarverzlun Dana á Isl. 1602—1787 eftir Jón Aðils, bls. 370.