Skírnir - 01.01.1960, Síða 98
96
Sigurjón Einarsson
Skírnir
ég vik þér að,
minn vinur, um stundir allar.1)
Og guðstraustið er mjög innilegt:
Mjög vært sef ég á minni sæng,
því miskunn þín guð mér skýlir,
sem ungur fugl undir vörmum væng,
vörmum væng
vemdast og ugglaust hvílir.
Þarna er ekki ólíklegt, að séra Ólafur hafi í huga eina af
prédikunum Lúthers, þar sem hann leggur áherzlu á endur-
lausn Krists og miskunnsemi guðs og segir: „Til hans leitum
vér, eins og kjúklingarnir undir væng hænunnar“. Og þar
sem vitað er, að séra Ólafur kunni þýzku, er alls ekki ólík-
legt, að einhver rit Lúthers hafi borizt honum í hendur og
hann hafi lesið þau.
Nokkuð hefir hér verið sýnt fram á tengsl séra Ólafs við
þá frændur sína, en bæta má því við, að í Lbs. 169, 8vo er
ljóðabréf til Ástríðar nokkurrar Gísladóttur. Ef til vill er þetta
Ástríður kona Jóns eldra Magnússonar prúða, sem sýslu-
maður var í Dalasýslu.
I J.S. 264, 4to er einnig kvæði til Kristínar Magnúsdóttur
og gæti það, ef til vill, verið Kristín dóttir Magnúsar prúða.
I'ví miður er ekkert á kvæðum þessum að græða, þau eru
hvort öðru lík, þakklætis og heillaóskir.
Þegar séra Ólafur er 54 ára (eða þrisvar sinnum átján, eins
og segir í kvæðinu) yrkir hann ellikvæði, „Hin góða elli að
garði fer“. Er kvæði þetta 13 vísur auk viðlagsins. Af efni
þess má ráða, að séra Ólafur hafi verið orðinn nokkuð heilsu-
veill og lasburða, er hann yrkir það. Hann segir:
Allt vort hold, sem er af mold,
aftur hnígur í græna fold.
Fljótt eirrn mann fölna kann,
þó fagur í æsku sýndist hann.
Eins og fífill upp hann rann
og allt lék við hann þá.
!) Lbs. 837,4to, bls. 271.