Skírnir - 01.01.1960, Page 101
Skímir
Séra Ölafur á Söndum
99
Ef til vill hefir séra Ölafur ætlað sér að yrkja um gosið á
sama hátt og hann hafði áður ort um Spánverjavígin, en ekki
entist honum aldur til þess, því að hann deyr ári seinna —
1627. öllum heimildum ber saman um, að þar hafi ágætur
maður lokið ævi sinni.
Um afkomendur séra Olafs á Söndum.
1 Ævum lærðra manna virðist Hannes Þorsteinsson fara
eftir skýrslu þeirri, sem er að finna í JS. 304, 4to um séra
Ölaf og afkomendur hans. Skýrsla þessi er með hendi Magn-
úsar prófasts Snæbjarnarsonar og er tæpar 5 blaðsíður.
Handrit þetta hefir verið borið saman við upptalningu
Hannesar Þorsteinssonar og ýmsu bætt við.
1 JS. 304,4to segir ritarinn, Magnús prófastur, að sér sé
ekki kunnugt um, hvað kona séra Ólafs hafi heitið, en telur
börn hans í þessari röð, og er henni haldið í Ævum lærðra
manna.
Synir: Páll, Jón, Guðmundur. Dætur: Vigdís, Kristinar
tvær, Valgerður og Halldóra.
Nú er einnig til skrá um ætt séra Ólafs í Lbs. 2680,4to, en
þetta mun vera ættartölubók Ásgeirs Bjarnasonar í Dýra-
fjarðarþingum, mjög fallegt handrit skrifað á árunum 1750
—1772.1)
Ættartölu þessari ber alveg saman við JS. 304, 4to að því
leyti, að þar segir, að séra Ölafur hafi átt átta börn. Og í
ættartölubók Ásgeirs segir, að séra Ólafur hafi átt þessi börn
með annarri konu sinni, Guðrúnu Pálsdóttur, og bendir þetta
enn til þess, að rétt sé, sem sagt hefir verið, að hann hafi ver-
ið tvíkvæntur.
En í ættartölubók Ásgeirs eru börnin talin i þessari röð:
Guðmundur, Páll, Halldóra, Vigdís, Valgerður, Jón, Kristín
eldri og Kristin yngri. Hér eru synir ekki taldir sér né dætur
sér, og mætti, ef til vill, af því draga þá ályktun, að börnin
hafi fæðzt í þessari röð, en fullyrt skal það að sjálfsögðu ekki.
1 íslenzkum æviskrám, IV. bindi, telur Páll Eggert Ólason
!) Handritasafn Landsbókasafnsins, I. aukabindi, Reykjavík 1947.