Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 102
100
Sigurjón Einarsson
Skírnir
aðeins þessi börn séra Ölafs: Páll, Jón, Guðmundur, Vigdís,
Kristín og Valgerður. Þetta er auðvitað ekki rétt, og virðist
Páll hafa farið eftir Lbs. 175, 4to, þvi að þar eru börnin tal-
in jafnmörg og í sömu röð og í æviskránum.
Annar misskilningur er líka hjá Páli Eggerti. Hann segir,
að Valgerður hafi átt fyrst Jón nokkurn, síðan Bjarna Niku-
lásson í Minna-Garði.
Þetta er ekki rétt. Valgerður giftist raunar „Jóni nokkrum“,
en sá Jón var Oddason, og eignuðust þau Valgerður tvö börn.1)
Og ekki er vitað, að Valgerður hafi verið tvígift, en það var
Halldóra systir hennar aftur á móti, og er líklegt, að Páll
Eggert hafi ruglað þeim systrum saman, eins og nú skal sýnt:
Lbs. 2680, 4to, JS. 304,4to og Espólín ber öllum saman um,
að fyrri maður Halldóru hafi verið Jón sá, er varð fyrir snjó-
flóði í gili því, sem næst er fyrir neðan bæjargilið á Kirkju-
bóli í Dýrafirði. Hafa þau átt saman þriár dætur. Þá er sagt
í sömu heimildum, að síðari maður Halldóru hafi verið Bjarni
Nikulásson og hafi þau átt þrjú börn.
Þessir munu því vera næstir afkomendur séra Ölafs, og er
farið eftir Lbs. 2680, 4to, hvað röð barnanna snertir:
1. GúÖmundur. Hann var allgott skáld, og er víða að finna
ljóð hans aftan við afritin af kvæðabók föður hans. Hann
mun ekki hafa eignazt börn.
2. Páll. Ekki mun vitað, hvað kona hans hét, en þessi eru
börn hans talin: 1. Jón eldri, 2. Jón yngri, 3. Sigurður,
4. Vigdís, 5. Kristín eldri, 6. Kristín yngri, 7. Dórótea
og 8. Guðrún.
3. Halldóra. Með fyrri manni sínum, Jóni, átti hún þrjú
börn: Herdísi, Þórunni og Guðrúnu. Með seinni manni
sínum, Bjarna Nikulássyni, átti hún einnig þrjú börn:
Nikulás, Jón og Ingveldi.
4. Vigdís. Hún var síðasta kona Þorsteins Magnússonar
sýslumanns í Þykkvabæ í Álftaveri, og áttu þau tvö börn:
Áma og Guðrúnu.
5. ValgerSur: Hún giftist Jóni Oddasyni og eignuðust þau
tvö börn: Odd og Guðrúnu.
!) Lbs. 2680,4to bls. 372, JS.304,4to.