Skírnir - 01.01.1960, Page 105
Skímir
Séra Ölafur á Söndum
103
Með dimmyrðum blómga brag
bragnar flestir vilja,
en ég iðka Ijósort lag,
lýðir bezt það skilja.
Þó myrk ræðan sé mörgum gjörn
meining sina að hylja,
almúgafólk og einföld börn
orka ei slikt að skilja.
Séra Ólafur hefir ákveðnar skoðanir á formi ljóðsins. Og
fyrst hann tekur þetta fram í kvæði sínu til lesarans, sem ber
að skoða sem eftirmála kvæðabókarinnar, er líklegt, að hið
einfalda ljóðform, sem hann er talsmaður fyrir, hafi mætt
nokkurri andstöðu. Dýrar kenningar voru líka enn i fullu
gildi í íslenzkum skáldskap. Ef til vill hefir séra Ólafur þótt
full-nútímalegur, ekki þótt leggja næga rækt við „hið forn-
helga ljóðform“.
En þá teflir hann líka fram þeim rökum, sem vel áttu við
á svo andlegri öld. Hann bendir á, að annað gildi um andleg-
an skáldskap en veraldlegan.
Andlega ræðu má ei mann
á myrkvan grundvöll byggja,
þvi bókin Edda og biblían
á beð til samans ei liggja.
Hvað af guði er sungið og sagt,
sannlega vel skal vanda,
en fordild og orðahoffragt
ei má þar við blanda.
Og hann vill upplýsa þá, sem fáfróðir eru, og þá er ekki
hæfa í því að flækja einfalt mál með dýrum kenningum.
Hann yrkir andleg kvæði og hver gat verið á móti því, að
slik kvæði næðu eyrum allra?
Engum lærðum er hér kennt,
sem efldur er vizku nægðum,
en fáfróðir fagra mennt
fá mega sér í hægðum.
I kvæði þessu segist séra Ólafur hafa verið að safna kvæð-