Skírnir - 01.01.1960, Page 106
104
Sigurjón Einarsson
Skírnir
um sínum í tuttugu næstliðin ár. Kveðst hann hafa haft til
þess eina orsök að setja þau saman, að með þeim hafi hann
stytt mótgangsstundir sínar og létt angur, sem huga sinn hafi
hrellt. Bendir þetta ef til vill til þess, að rétt sé, sem sagt hef-
ir verið, að hann hafi verið dálítið þunglyndur á efri árum.
Mína stytt hef ég mótgangsstund
og mýgjað svo angri hörðu,
svo mitt litla lánað pund
lægi sízt grafið í jörðu.
Þarna hefir hann sennilega dæmisöguna um talenturnar í
huga.1) Pund hans var skáldskapargáfan og skylda hans að
ávaxta hana.
Og með því að yrkja, segir hann, að drottinn hafi veitt sér
vægð í raunum lífsins. Helzt kveðst hann hafa ort huggunar-
kvæði til annarra manna til þess að mýkja harma þeirra og
gleðja þá, þvi að sá, sem reynt hafi sjálfur mótlæti, geti frem-
ur vorkennt öðrum:
Helzt hef ég annarra hrellda sál
til huggunar viljað hvetja,
blíðleg orð og brjállaust mál
í braginn þvi gjört að setja.
Hvar ég spurði af hjörtum þeim,
sem hlóðust sorgar þjósti,
út ég lokaði angurskvein,
en efldi gleði í brjósti.
Þvi hver hér reynt hefur hryggðar él
í heimi þessum snauðum,
sá kann öðrum vorkynnd vel
að veita í þeirra nauðum.
Hann segist vera sextugur að aldri, þegar hann yrkir þetta,
og hefir það þá verið árið 1620, sem hann lýkur við kvæða-
bókina.
Hann segist vera ánægður, ef öðrum kristnum mönnum
geti orðið gagn að því að lesa þessi kvæði, og óskar heldur
ekki annarra launa:
Matt. 25.