Skírnir - 01.01.1960, Side 109
Skírnir
Séra Ölafur á Söndum
107
ir eru sannri iðran og réttri trú“. Alls eru sex kvæði í þessum
flokki og lýkur honum með þessum orðum: „Hér endast kvæði
og söngvísur af ávöxtum trúarinnar eða góðum verkum, sem
reiknast má annar partur bókarinnar“.
III. kafli, bls. 17—29. „Enn byrjast þriðji vísnaflokkur, sem
hnígur að nokkrum historíum heilagrar skriftar“. 1 þessum
flokki eru tólf kvæði.
IV. kafli, bls. 29—39b. „Nú eftirfylgir fjórði vísnaflokkur-
inn, sem eru kvæði og söngvísur til Jesum Kristum með öðr-
um fleiri sálmum og lofkvæðum til guðs“. 1 þessum kafla eru
sextán kvæði. Fyrst tíu söngvísur til Krists, síðan sex, ýmist
lofgjörðar- eða bænakvæði.
V. kafli, bls. 39—59. „Nú eftirfylgja andleg kvæði um að-
skiljanleg, heilög efni, sem reiknast má fimmti vísnaflokkur
bókarinnar“. 1 þessum kafla eru þrjátíu og þrjú kvæði.
VI. kafli, bls. 59—85. „Nú eftirfylgir sjötti vísnaflokkur
þessarar bókar, sem eru kvæði fyrir raunafólk að hugga sig
með samhljóða guðs orði. Einnig önnur aðskiljanleg, skrifuð
fyrir góðra vina bón og þetta allt til þeirrar gagnsemdar að
skemmta bæði sjálfum sér og svo öðrum þeim, sem þess sinn-
is eru, að það vilia nýta“.
I þessum parti bókarinnar eru 53 kvæði, og er kafli þessi
miklu fjölbreyttari að efni en hinir. Segja má, að hann skipt-
ist í þessa flokka:
a. 1—7. Raunakvæði.
b. 8—20. Huggunarkvæði. Þegar þeim lýkur, stendur: „End-
ing þessara huggunarkveðlinga og raunasöngva samsett
fyrir tvo eða þrjá ástvini af náungalegri sampíning á
þeirra dapurlífstímum".
c. 21—25. Um þau segir: „Nú fylgja eftir kvæði í skrifi til-
send tveimur ypparlegum heiðurskonum til þakklætis fyr-
ir umliðnar góðgjörðir".
d. 26—31. Þeim flokki fylgja þessi formálsorð: „Nú fylgja
eftir barnagælur, sem er(u) góðar óskir og heilræði fyrir
ungdóminn“.
e. 32—38. Kvæði ýmiss efnis, en formálsorð engin.
f. 39—56. Um þennan flokk segir: „Nú eftirfylgja kveðling-