Skírnir - 01.01.1960, Page 114
112
Sigurjón Einarsson
Skímir
Talinn mér skyldur sveinninn var.
Hann tók guð minn hjólpar snar
í hóp til sín og sinna,
því g. s. g. h. s.
11. Þá hafði mæðzt hér þegninn knár
þrisvar átta lífsins ár.
Nú er hans æska ung og klár,
sem aldrei náir að linna,
g. s. g. h. s.
12. Blíðum guði ég bífel nú
bæði hann og öll dygða hjú,
sem í hylli og sannri trú
sig hér jafnan kynna
og g. s, g. h. s.
13. Helgum guði sé heiður ávallt
fyrir hjúin dygg og lánið allt,
og þakklætið þúsundfalt
þiggi hann mitt og minna.
Gjaman vill hann gagnið allra sinna.1)
Um þetta leyti var rímnakveðskapur mjög í tízku og má
segja, að hann hafi verið höfuðgrein veraldlegs kveðskapar.
Guðbrandur Þorláksson biskup leit rímurnar óhýru auga
og vildi útrýma þeim eins og öðrum veraldlegum kveðskap.
Skoðun hans á þeim kemur vel fram í formála sálmabókar-
innar 1589, en þar segir hann í sambandi við rímurnar, „að
þetta sé hjá alþýðufólki elskað og iðkað guði og hans englum
til styggðar, en djöflinum og hans árum til gleðskapar og
þjónustu“.
En rímurnar voru lífseigar, og því tók Guðbrandur þann
kostinn að berjast aðeins gegn anda þeirra, en æskja hins, að
andlegur kveðskapur skyldi felldur í form þeirra. Komu mörg
skáld til liðs við hann í þessari baráttu.
Og ávöxturinn birtist í Vísnabókinni 1612.
Þar kemur t. d. skýrt fram hjá Jóni Bjarnasyni í Presthól-
um, hvert stefnt skyldi. Hann segir i öðru erindi Síraksrímu:
Áður hefir sú Edda þént
afmors ljóða greinum,
!) IB. 70,4to, bls. 97.