Skírnir - 01.01.1960, Page 115
Skímir
Séra Ölafur á Söndum
113
þyi skal héðan af þessi mennt
þjóna guði hreinum.1)
Séra Ölafur yrkir ekki mikið rímur, en einna mest fer fyrir
Rímum af Jerúsalems eyðileggingu, en hún er í mörgum af-
ritum af kvæðabók hans.2)
Rímnaflokkur þessi er í sex köflum, samtals þrjú hundruð
tuttugu og fjórar vísur. Hann er nokkuð langdreginn, en lið-
lega kveðinn á köflum. En merkilegastur er hann fyrir það,
að hann sýnir afstöðu séra Ölafs til skoðana Guðbrands bisk-
ups á rímum og rímnakveðskap. Það er ekki hægt að efast um,
við hvað hann á, er hann í upphafi flokksins segir svo:
1. Forðum skáldin færðu í óð
fomsögur hér í landi
um þá heiðnu heimsins þjóð,
sem háðu stríð með brandi.
2. Bóksögulestur um burtreiðir,
bardaga, vig og skemmdir;
þetta iðkaði þjóðin fyr,
þótti að gaman og fremdir.
3. Fólkinu var þá fróðlega sagt
af fommanna verkum snjöllum;
svoddan ekki í láð var lagt,
lofaðist heldur af öllum.
En nú segir hann, að öldin sé önnur, og á þar sennilega
við áhrif Guðbrands biskups, sem farin voru að marka spor
sín á bókmenntir þjóðarinnar.
8. Því hafa nú um skemmtan skipt
skáldin í vom landi,
hreint guðsorð og heilaga skrift
í hróðrarvers semjandi.
Ekki er ólíklegt, að þetta sé sagt, eftir að Vísnabókin kom út
1612, en séra Ólafur hefir ekki með öllu getað sett sig á móti
sagnalestri. Honum hefir sennilega þótt nokkuð einhæfur and-
inn frá Hólum, því að hann segir:
t) Monumenta typographica Islandica V, 320.
2) Hér er farið eftir Lbs. 169, 8vo.
8