Skírnir - 01.01.1960, Síða 121
Skírnir
Séra Olafur á Söndum
119
eftir Hans Christensen Sthen, prest á Helsingjaeyri, en bók
hans, en liden Vandrebog, sem kom út árið 1591, náði mikilli
hylli með Dönum. Formálinn er í ljóðum og hefst svo: Frómur
lesari, ef fús vilt hlýða. Ekki er sérlega skáldlegt bragð að þýð-
ingunum. Einna bezt er þetta erindi (Sálmur eftir máltíð):
Vor herra, Jesú, virðist frið
oss veita og eilift fylgdarlið.
Guð huggi þá alla, sem hryggðin slær,
hvort þeir eru heldur fjær eða nær.
Guð geymi sína kirkju og kennilýð,
kongs ríkisstjórnan allan tíð.
Guð sendi oss sælu og sannan frið.“ J)
Svo virðist sem séra Böðvar hafi aðeins þýtt síðasta versið,
því að hjá Sthen er sálmurinn sjö vers. Þar er síðasta versið
þannig:
Vor herris Jesu Christi fred
vær hoss oss i evighed
gud troste dem som sorrigfuld er
heller de ere fiem eller nær.
Gud bevare sin Christenhed
oc vor kiere Offrighed
gud giffue oss fred og Salighed.
I Höfuðgreinabók er allur sálmurinn þýddur, en vers það,
sem hér hefir fyrr verið rætt um og enn er í sálmabókinni
eignað séra Ólafi, er þannig:
Vors herra Jesú verndin blíð
veri með oss á hverri tíð.
Guð huggi þá, sem hryggðin slær,
hvort þeir eru heldur fjær eða nær.
Kristnina efli og auki við,
yfirvöldunum sendi lið,
hann gefi oss öllum himnafrið.2)
Svo lík eru þessi vers, að sennilegt má telja, að tveir menn
hafi þýtt sama sálminn.
En hvers vegna Höfuðgreinabók eignar hann séra Ólafi, er
óráðin gáta og ekki vitað um neina heimild, er styður það.
x) Menn og menntir IV, 577.
2) Lbs. 399,4to.