Skírnir - 01.01.1960, Page 124
122
Sigurjón Einarsson
Skírnir
Þess vegna talar píningarsagan svo til manna á 17. öld. Is-
lendingar hafa aldrei verið jafnkúgaðir og þá. Á sama hátt
og menn titruðu undan svipu konungsvaldsins, óttuðust þeir
helvíti. Því hýddara sem fólkið var, því greiðari leið átti rétt-
trúnaðurinn að hjörtum þess.
Á þennan hátt runnu saman í einn farveg lækir konungs-
og kirkjuvalds á Islandi.
Píslarsálmar voru líka mikið ortir á þessari öld. Allt, sem
snerti dauða Krists, naut sérstakrar helgi.
En fátt var þó svo heilagt sem síðusárið og blóðið úr því.
Eru lýsingar þær stundum ófagrar, en merkilegar til skiln-
ings á andlegu ástandi aldarinnar.
Alkunnugt er þetta vers úr kvæði séra Ólafs Einarssonar:
Síðusár,
sætasti Jesú, þitt
opið stár.
Er það herbergið mitt;
móður skríð ég þangað því
þú ert mín hvila ... o. s. frv.1)
Slík yrkisefni voru mjög algeng á þessari öld.
En þarna má líka telja, að séra Ólafur á Söndum hafi
nokkra sérstöðu.
I afritum af kvæðabók hans er hvergi að finna kvæði í
slíkum anda.
Séra Ólafur hefir þó ort mörg kvæði til Krists, en þau eru
flest lofkvæði.
Þegar önnur skáld tala um það í kvæðum sínum, að skríða
inn í síðusárið eða vilja þvo sér í blóði Krists, þá biður séra
Ólafur, að sitt líf megi vera þjónusta við guð.
1 slíkum kvæðum er víða að finna harnslega einlægni og
bænarhita, sem snertir menn enn í dag.
Herra ég býð þér hjartað mitt;
þú heyr nú það.
Helgast rúm það verði þitt,
svo hafir þú hjá mér hvíldarstað.2)
1) Lbs. 847,4to, bls. 47.
2) IB. 70,4to, bls. 32.