Skírnir - 01.01.1960, Page 125
Skírnir
Séra Ólafur á Söndum
123
Það er mikill munur á trúarskoðuninni í þessu erindi og
þvi, sem áður var vitnað til eftir séra Ólaf Einarsson.
Séra Ólafur leggur áherzlu á að veita Kristi viðtöku, að
kærleikur hans megi streyma til sín. Hann biður frelsara sinn
að hjálpa sér að rata hinn rétta veg:
Lífga mitt hjarta og leitast við
að láta þar inn þinn guðdómsfrið.
Þó lof eða last og Ijótt aðkast
mér leggist til fast,
lát mig ei við þig skiljast.
1 kvæðabók séra Ólafs eru tíu kvæði, sem beinlínis eru til-
einkuð Kristi. Sum þeirra eru með því bezta, sem hann hef-
ir ort.
Og sá, sem þannig yrkir, hefir verið snortinn af boðskap
Krists, mildi hans og mannúð. Séra Ólafur hefir verið ein-
lægur trúmaður.
Það leikur í minu lyndi
að lofa þig drottinn minn.
Heilögu hjartans yndi
hell þú í hrjóstið inn,1)
segir hann í níundu söngvísu sinni til Krists. Hún er ort undir
sama hætti og gömlu amorskvæðin, og þar talar skáldið af
slíkri einlægni við guð sinn, að hver lesandi hlýtur að verða
snortinn.
Á öðrum stað segir hann:
Ö, Jesú elsku hreinn,
æðri þér finnst ei neinn,
barn guðs og bezti sveinn,
björg sálar ertu einn.2)
Ef skyggnzt er um eftir skáldi frá þessum tíma, er yrki í
líkum anda og séra Ólafur, mætti einna fyrst benda á séra
Einar Sigurðsson.3)
Hann er sennilega meiri listamaður en séra Ólafur, en
!) ÍB. 70,4to, bls. 33.
2) Sama, bls. 30.
3) Einar Sigurðsson í Eydölum 1538—1626.