Skírnir - 01.01.1960, Page 126
124
Sigurjón Einarsson
Skírnir
segja má, að höfuðeinkenni beggja þessara skálda sé einlægn-
in og trúnaðartraustið, sem tíðast andar af kvæðum þeirra.
Báðir yrkja þeir marga lofsöngva til Krists.
1 sálminum „Samtal og ágreiningur líkamans og sálarinn-
ar“, segir séra Einar:
Jesú, guðs hinn sæti son,
að sönnu er mín hjálpar von,
það er mitt traust og blíðleg bón
bjargir þú mér í allri raun.1)
Og í einum iðrunarsálmi sínum segir hann:
Heyr þú nú, guð minn góði,
hvers girnist hjartað mitt
syngja með sálmahljóði
um sæta nafnið þitt.
Hjálpa mér, herra kæri,
hvern daginn, sið og ár.
Orðið guðs ég svo læri
og akti þin verkin klár.2)
Og líkur er andinn í Hugbót séra Einars og í sumum kvæð-
um séra Ólafs:
Herra Jesú, hreinn og trúr,
i hjarta hyggi mínu,
svo hrynja mætti af hvörmum skúr
með heitri ástarlínu,
svo burtu flýi syndin súr
fyrir sætu orði þínu,
svo gleðjist sál í holdi hér
himnafaðirinn gefi það mér,
ég forðast fár og pínu.3)
En hvað var það í fari Krists, sem séra Ólafi þykir vænzt
um? Hver er afstaða hans til guðs, hvert leitar hann?
Þó að séra Ólafur hafi nokkra sérstöðu, er hann raunar
fyrst og fremst mótaður af trúarkenningum samtíðar sinnar.
Hann hefir ekki verið baráttumaður. Þegar hörð og óvægin
x) Om Digtningen paa Island, bls. 444.
2) Sama, bls. 441.
3) Sama, bls. 442.