Skírnir - 01.01.1960, Page 128
126
Sigurjón Einarsson
Skirnir
meðan ég syng einn sorglegan óð
um sálaróvini manna.
Guð náði vort fár og vanda.
Þá slær fyrir mér í þögn og stanz,
þegar mér svifur í hug til sanns
það sálarfar manns,
sem megn er ei móti að standa.
Grátlegan söng ég gera því vil
um guðsbama stríð í heimi;
votta það satt með viturleg skil
í voða hér manneskjan sveimi.
Guð náði vort fár og vanda.
Óvini níu ég veit þá,
sem upp á oss jafnan storma og slá,
þvinga og þjá,
en megn er ei móti að standa.
Síðan telur hann upp óvinina, en þeir eru:
1. Fýsn holdsins og girnd hugans, sem búa í brjóstinu.
2. Sjúkdómar „utan á holdi mínu“, eins og segir í kvæðinu.
3. Heimurinn, sem hann nefnir „Satans brúði“, og svik-
ulir andar djöfulsins, sem eru á vakki allt í kringum
manninn.
4. Lögmál guðs, „skuldaregistrið langa“ á hægri hönd.
5. „Sá hrekkjafulli andskoti“ á vinstri hönd.
6. „Bölvan megn“, sem formælandi sækir að baki.
7. Sá skæði dauði fyrir augunum.
8. Öbærileg reiði guðs yfir höfðum manna.
9. Eilíf kvöl og eldur heitur undir fótum, en þann óvin tel-
ur hann verstan og segir, að þangað fari allir þeir, sem
forsmái náð guðs. Þar er helvíti, og þar brennur sá eld-
ur, sem aldrei linnir.
Og að lokum segir hann:
Merkjum nú, kærustu Kristí börn,
þá kreppu, sem að oss spennir.
Ekkert höfum vér afl né vöm,
að útrýma oss frá henni.
Guð náði vort fár og vanda.
Liggur meðal leóna
vor likaminn og önd