Skírnir - 01.01.1960, Side 129
Skírnir
Séra Ölafur á Söndum
127
luktur sem jómfrú í trölla hönd
og reisir ei við rönd.
Því megn er ei móti að standa.
Þetta kvæði túlkar vel hugmyndir aldarfarsins og þær sjúk-
legu ógnir, sem menn stóðu andspænis, sjálfur Satan og allt
hans lið.
Eina vonin var, að Kristur kæmi til hjálpar, og það gerði
hann líka, ef menn trúðu skilyrðislaust. Getur þá stundum
orðið berserksgangur á Kristi, svo að mönnum detta íslendinga-
sögur í hug:
Sá hraustasti kappi, herra Jesús,
þeim herförum frá oss bægði,
braut þá skjaldborg og framreið fús
felldi þá og niður lagði.
Vann oss frá fári og vanda.
Övini þessa og þeirra makt
oss hefir hann undir fætur lagt
og sigur til sagt.
Vér megum því móti standa.1)
En nú skyldu menn ætla, þar sem séra Ólafur var eitt höf-
uðskáld þessa tíma, að Guðbrandur biskup hefði tekið eitthvað
eftir hann í Vísnabókina, sem kom út 1612. En svo er ekki.
Líklegt er, að til þess liggi þessar höfuðástæður:
1. Séra Ólafur var ekki prestur í biskupsdæmi Guðbrands,
og hefir biskup því, ef til vill, ekki þekkt skáldskap hans
eins vel og skáldanna úr Hólabiskupsdæmi, sem mestan
svip setja á Vísnabókina.
2. Séra Ólafur virðist hafa verið hlédrægur og fáskiptinn og
þess vegna hampað ljóðum sínum minna en mörg önn-
ur skáld.
3. Hann hefir ekki verið haldinn strangri vandlætingasemi
í rétttrúnaðaranda Guðbrands biskups. 1 kveðskap hans
skortir þá afneitun veraldlegra skemmtana, er Guðbrand-
ur biskup lagði svo mikla áherzlu á. Líklegt er, að um-
mæli þau, eins og séra Ólafur viðhefir í Jerúsalemrímum
sínum og vitnað hefir verið til, hafi ekki verið að skapi
Guðbrands biskups.
!) IB. 70,4to, bls. 42.