Skírnir - 01.01.1960, Page 131
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
HUGLEIÐINGAR UM ÍSLENZK MANNANÖFN
AÐ GEFNU TILEFNI.
I
íslenzk mannanöfn eru nú mjög á dagskrá. Á þessu ári
hafa þegar birzt tvær bækur, er þetta efni varðar: Hermann
Pálsson, Islenzk mannanöfn, Reykjavík 1960, og Ólafur Lárus-
son prófessor, Nöfn Islendinga áriÖ 1703, Reykfavík 1960. Von
er síðar á þriðju bókinni, sem er skýrslur Þorsteins Þorsteins-
sonar um skírnarnöfn á Islandi á tímabilinu 1921—1950.
Bók Ölafs prófessors Lárussonar er tölufræðilegt yfirlit um
tíðni mannanafna, gert eftir manntalinu 1703, þar sem ekki
aðeins er rakin tíðni nafnanna á öllu landinu, heldur einnig
í hverri sýslu. Bætir bókin úr brýnni þörf og léttir mjög starf
þeirra, sem fást við nafnarannsóknir og láta sig þróun nafna-
forðans nokkru skipta. Um bók þessa er gott eitt að segja.
Skýrslur Þorsteins Þorsteinssonar eru sama eðlis. Þær eru
ómetanlegt heimildargagn um nafnaforðann á síðustu tímum.
Fyrir greiðasemi framkvæmdastjóra Menntamálaráðs, hr. Gils
Guðmundssonar, hefi ég fengið að sjá próförk af skýrslunum
og hefi því lítillega getað stuðzt við þær við samningu þess-
arar greinar.
Bók Hermanns Pálssonar er af allt öðrum toga spunnin.
I stuttum formála gerir höfundur grein fyrir heimildarritum
sínum og markmiði sínu með bókinni. Segir hann, að á bók
hans séu „skráð flest þau mannanöfn og kvenna, sem íslenzk
teljast að landslögum og fornri venju“ (bls. 7). Hann segir
enn fremur, að einkum hafi fyrir sér vakað að gera hand-
hæga skrá yfir íslenzk mannanöfn og væntir þess, að bókin
„megi verða til þess, að betur verði vandað til skírnarnafna
eftir útkomu hennar en áður, að útlendum nöfnum og nafn-
leysum fari fækkandi og þjóðlegum íslenzkum nöfnum fjölg-
9