Skírnir - 01.01.1960, Page 134
132
Halldór Halldórsson
Skírnir
nafngiftum, einkum á landnámsöld. Ég tel til íslenzkra nafna
nöfn landnámsmanna og annarra, sem fluttust hingað á land-
námsöld, jafnvel þótt aldrei síðar hafi orðið vart þessara nafna
á Islandi. Ég skal játa, að þetta er hæpið, en það er í sam-
ræmi við það grundvallarsjónarmið, að hér er um íslenzka
ríkisborgara að ræða. Auk þess hafa írsku nöfnin þá sérstöðu,
að þau eru arfur frá einum kynþættinum, sem íslenzka þjóð-
in er frá runnin, og ber því að sýna þeim tilhlýðilega virð-
ingu. Ég tel þau því ekki til aðskotanafna, ef þau hafa sann-
anlega verið borin af fólki, sem hér hefir tekið sér bólfestu.
Frá þessum sjónarhól mun ég nú athuga þau nöfn, sem Her-
mann Pálsson telur írsk eða „e. t. v. írsk“.
Irsku nöfnunum má skipa í nokkra flokka. Ég ræði fyrst
karlmannsnöfnin.
a) Ökunnugt er um, að fjögur þeirra nafna, sem H.P. hef-
ir á skrá sinni, hafi nokkru sinni verið notuð sem nöfn á ís-
lenzkum mönnum:
BjaSmakr var að sögn Hauksbókar nafn á írskum konungi,
sem var tengdafaðir landnámsmanns (Landn. 1900, 30). Þessi
konungborni tengdafaðir er auk þess nefndur MaddaSr í
Sturlubók (Landn. 1900, 151).
Dofnakr hét faðir tveggja landnámsmanna að sögn Hauks-
bókar (Landn. 1900, 101), en á öðrum stöðum er sami mað-
ur nefndur Dufþakr.
Makan hét stýrimaður, sem um getur á síðari hluta 12. ald-
ar (Bs. I, 276, 392), en óvíst er, að hann hafi verið íslenzkur.
Melpatrekr var faðir landnámsmanns. (Nefnifall er Mel-
patrix í Landn. 1900, 229).
b) Annan flokk írskra nafna mynda þau, er aðeins tíðk-
uðust á landnámsöld eða koma einvörðungu eða næstum ein-
vörðungu fyrir í örnefnum. Það er að visu líklegt, að þau
nöfn, sem fyrir koma í örnefnum, hafi eitt sinn verið skírn-
arnöfn íslenzkra manna, en i sumum tilvikum verður það
ekki fullyrt. Sum þeirra nafna, sem hér verða talin, eru að
líkindum viðurnefni. Skal ekki um það fjölyrt, því að um
viðurnefnin ræði ég síðar. Nöfnin, sem ég tel til þessa flokks,
eru þessi: