Skírnir - 01.01.1960, Side 138
136
Halldór Halldórsson
Skírnir
á 10. öld (sbr. Isl. fornr. 111,272; tilvitnun H.P. í bls. 273 er
röng).
Mábil hét dóttir landnámsmanns.
Mýríðr er kunnugt sem gervinafn, og eins kann að vera, að
það komi fyrir í bæjarnafni (nú MeiðastáSir).
Mýrún hét kona landnámsmanns.
c) Eitt keltneskt kvenmannsnafn tíðkast nú lítillega:
Melkorka er kunnugt úr fornritum sem nafn á móður
Kjartans Ölafssonar. 1941—50 voru tvö börn skírð þessu nafni.
Af þessu yfirliti sést, hve lítil áhrif keltnesku nöfnin hafa
haft á íslenzka nafnaforðann. Aðeins sjö karlmannsnöfn hafa
um skeið náð rótfestu, og aðeins fjögur þeirra tíðkast nú
(Brjánn, Kjartan, Kormákur og Njáll). Auk þess hafa verið
tekin upp nokkur ættarnöfn. Hitt er svo annað mál, að feng-
ur væri að því að endurlífga sum þeirra. I leiðbeiningabók
eins og þeirri, sem H.P. hefir samið, hefði verið viðeigandi
og gagnlegt að benda á nokkur nöfn, sem vel færi á að endur-
lífga. Ég gæti t. d. hugsað mér, að nöfn eins og Erpur, Kjal-
lakur, Konáll og Melkorka geti fallið í smekk nútímamanna,
en ég efa, að Butraldi, Kúgaldi, Meinakur, Bjollok og Kjannök
yrðu munntöm nútímafólki.
Erlend nöfn af norrænum toga.
Hermann Pálsson hefir innan sviga, að þvi er hann segir,
„heiti, sem tíðkuðust á Norðurlöndum fyrr og samsett eru af
íslenzkum nafnliðum“ (bls. 8). Þetta væri góð regla, ef henni
væri fylgt af nokkurri samkvæmni, en svo virðist mér ekki
vera. 1 skránni koma t. d. fyrir fjölmörg nöfn, sem kunn eru
úr framætt landnámsmanna, en ókunnugt er um, að notuð
hafi verið á Islandi. Stundum er raunar tekið fram, hvernig
ástatt er um þessi nöfn. Frá mínum bæjardyrum séð er ekki
rétt að telja nöfn af þessu tæi íslenzk nöfn. Við gætum með
sama rétti talið orð, sem fyrir koma í norskum mállýzkum
og sannanlega eru gömul, íslenzk. Vitanlega eru nöfn þessi í
fullkomnu samræmi við íslenzkt nafnakerfi, með því að það
er að mestu norrænn arfur, og væri fengur að því að endur-
lifga flest þeirra. 1 leiðbeiningabók er því rétt og skylt að