Skírnir - 01.01.1960, Síða 140
138
Halldór Halldórsson
Skírnir
er að ausa úr. En á það ber að líta, að gervinöfn, sem aldrei
hafa verið notuð sem mannanöfn á fslandi, eiga ekki heima
í skrá um íslenzk mannanöfn. Mér telst svo til, aS í skrá H.P.
séu meira en 200 gervinöfn, sem ókunnugt er um, aS nokkur
Islendingur hafi boriS. Fræðilega hefði verið eðlilegra að hafa
sérstaka skrá um þau gervinöfn, sem mæla mætti með, að
upp yrðu tekin.
ViSurnefni.
f skrá H.P. eru fjölmörg nöfn, sem venja hefir verið að
telja viðurnefni. Höfundur gerir nokkra grein fyrir skoðun
sinni á þessum málum í ritgerðinni Tvínefni framarlega í
bókinni. Heldur hann því þar fram, að mörg nöfn, sem talin
hafa verið viðurnefni, séu það í rauninni ekki, heldur síðara
nafn persónunnar. Vitnar höfundur þar m. a. til Hauksbókar,
þar sem segir, að menn hafi mjög borið tvö nöfn í fyrndinni.
Sjónarmið H.P. er mjög athyglisvert, en enn hefir hann ekki
stutt það svo sterkum fræðilegum rökum, að hægt sé að hafna
hinni eldri skoðun. Allt þetta mál þyrfti því nýrrar, gagn-
gerðrar rannsóknar við.
Einkennilegt er það, að allmargir bera bæði norrænt nafn
og írskt. Hefir jafnan verið talið, að írska nafnið væri viður-
nefni, t. d. Óláfr feilan. Ef hægt væri að sanna, að nafnið
feilan hefði verið gefið við sérstaka athöfn, sem jafngilti skírn-
arathöfn, yrði vitanlega að telja það mannsnafn, en ekki við-
urnefni. En verður þetta sannað? Meðan það hefir ekki ver-
ið gert, verður að telja, að um viðurnefni sé að ræða. Ég vil
þó taka skýrt fram, að ég treystist ekki til að fullyrða, að
skoðun H.P. sé röng. En ef hann hefir rétt fyrir sér, hefir
tvínefnasiðurinn orðið að lúta í lægra haldi, er fram liðu
stundir. f manntalinu 1703 er aðeins getið einna systkina,
sem báru tvö nöfn. Hét bróðirinn Axel Friðrik Jónsson, en
systirin Sesselja Kristín Jónsdóttir. Aðgætandi er, að móðir
systkinanna var dönsk og þau að líkindum fædd í Danmörku,
sbr. áður nefnda bók Ólafs prófessors Lárussonar, bls. 3. Hér
getur tæpast verið um neinar leifar gamals siðar að ræða,
heldur nýjan sið, sem er að ryðja sér til rúms fyrir dönsk
áhrif. Tvinefnasiðurinn ætti þannig — ef einhvern tíma hef-