Skírnir - 01.01.1960, Page 141
Skírnir
Hugleiðingar um íslenzk mannanöfn
139
ir eitthvaS að honum kveðið — að hafa dáið út um hríð. Á
þessu stigi verður ekki fullyrt, hvort skoðun H.P. er rétt eða
ekki. En vafasamt verður að telja að taka í skrána fjölmörg
nöfn, sem ógerningur er að fullyrða, hvort nokkurn tíma
hafa verið raunveruleg mannanöfn. Þetta breytir þó ekki
þeirri staðreynd, að mörg viðumefni breyttust á fyrri öldum
í mannanöfn og enn gæti komið til greina að notfæra sér
þessa námu. Ábendingar um það hefðu því verið viðeigandi
í bók H.P. Segja má, að það sé gert með því að fella viður-
nefnin inn í skrána, en sú aðferð er villandi fyrir þá, sem
ekki eru öllum hnútum kunnugir.
Vafanöfn.
í skrá H.P. koma fyrir ekki ófá nöfn, sem telja verður vafa-
nöfn. Ég tek sem dæmi þau nöfn, sem aðeins koma fyrir í
bæjanöfnum, einkum staðtf-nöfnunum. Það verður vart efað,
að í stoðanöfnunum koma viðurnefni fyrir sem fyrri liður.
Það er að minnsta kosti almenn skoðun fræðimanna, og þyrfti
að hrekja hana fyrst, áður en að öðru er hallazt. Ef nafn
kemur fyrir í .sZöðönafni, er því ávallt hugsanlegt, að það sé
viðurnefni og hafi aldrei verið raunverulegt mannsnafn. Sem
dæmi mætti nefna Skerðingr, sem aðeins kemur fyrir í bæjar-
nafni á Islandi og aðeins i ömefnum í Noregi. Ekki er ósenni-
legt, að SkerSingr hafi verið viðurnefni, eins konar „ættar-
nafn“, enda merkir það „maður af ætt Skarða“. Til saman-
burðar mætti benda á kræklingr, sem merkir „sonur kráku“
og fyrir kemur í örnefninu KrœklingahlíÖ. Annað dæmi er
nafnið Gnýr. Það kemur fyrir sem gervinafn, viðurnefni og
í staðaheitum. Það er því fullkomlega vafasamt, að nokkur
íslenzkur maður hafi heitið þvi nafni.
Annars eðlis er sá hópur vafanafna, sem nú skal minnzt á.
Fyrir kemur, að sami maður er nefndur einu nafni í einni
bók, en öðru í annarri. Sem dæmi um það er, að maður einn
á landnámsöld er ýmist nefndur Úlfarinn eð« Álfarinn. Um
síðara nafnið eru til aðrar heimildir norskar, um Úlfarinn
ekkert annað dæmi. Það er því öldungis óvíst, að nokkur Is-
lendingur hafi borið annaðhvort þessara heita að minnsta