Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 148
146
Halldór Halldórsson
Skímir
spekideildar háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú eru uppi,
sem bönnuð skulu samkvæmt lögum þessum. Skrá þessi skal
send öllum prestum landsins. Skráin skal gefin út á hverjum
10 ára fresti að lokinni útgáfu hins almenna manntals“. Um
þetta atriði farast H.P. svo orð (hls. 12): „Stjórnarráðið og
heimspekideild háskólans hafa, eftir því sem ég bezt veit,
einnig brugðizt lagalegri skyldu sinni, því að skrá yfir manna-
nöfn, sem bönnuð skulu vera, mun enn vera ókomin út. Van-
ræksla stjórnarráðsins og heimspekideildar háskólans er í
rauninni óskiljanleg, því að íslenzk alþýða hefur ávallt haft
mikinn áhuga á nöfnum og nafngiftum. Og vitanlega hefur
þessi vanræksla gert prestum mun örðugra fyrir um eftirlit
á nafngiftum.“
Ég hefi enga tilhneigingu til að bera blak af einum né
neinum, en af því að ég veit nokkru meira um afskipti Mennt-
málaráðuneytis og Heimspekideildar en H.P., að því er ráðið
verður af ofangreindum orðum hans, mun ég segja frá því
til skýringar, hvers vegna „stjómarráðið og heimspekideild
háskólans hafa . . . brugðizt lagalegri skyldu sinni“ nú hin
síðari ár. í ráðherratíð Björns Ölafssonar skrifaði Mennta-
málaráðuneyti Heimspekideild bréf, þar sem deildinni var fal-
ið að gera skrá um þau mannanöfn, sem bönnuð skulu vera
samkvæmt lögum nr. 54/1925. Bréf ráðuneytisins er dagsett
3. jan. 1952. Efni þess var rætt á fundi í deildinni ll.jan.
sama ár, og var þar samþykkt að fela mér að gera tillögur
um málið. Mál þetta var aftur tekið fyrir á fundi deildarinnar
25. apríl 1952, og var þar samþykkt svo felld ályktun, sem
var efnislega samhljóða því áliti, sem ég lagði fram:
Heimspekideild telur, að ógerningur sé, sem sakir standa,
að gera skrá um ónefni, er banna skuli, með því að engar
skýrslur hafa verið gefnar út um íslenzk mannanöfn síðan
1915, en þær voru miðaðar við manntalið 1910, en manna-
nafnaforðinn hefir vafalaust breytzt mikið síðan. Deildin
telur nauðsynlegt, að fylgzt sé með þróun nafngifta, og
leggur til, að Hagstofu íslands verði falið að vinna úr skírn-
arskýrslum á tímabilinu frá 1910, þar eð þær eru öruggari
heimildir um mannanöfnin en manntölin. Eðlilegast væri,