Skírnir - 01.01.1960, Síða 154
JACQUELINE SIMPSON:
SAMFELLAN í GUÐMUNDAK SÖGU DÝRA.
I athugun sinni um GuSmundar sögu dýra1) heldur Magnús
Jónsson því fram, að mikilvægi hennar fyrir íslenzka bók-
menntasögu sé fólgið í göllum á byggingu hennar, en þeir
sýni einmitt aðferðir söguritara á fyrri hluta þrettándu ald-
ar, er þeir skrifuðu um samtímaviðburði. 1 riti þessu setur
hann fram skoðun um eðli textans, sem ég held, að standist
ekki við nánari athugun.2)
Samkvæmt þessari skoðun ber ekki að líta á GuSmundar
sögu sem sögu í venjulegum skilningi þess orðs; það ber með
öðrum orðum ekki að líta á hana sem fullunnið verk eftir einn
höfund, heldur aðeins sem samtenging 12 þátta eftir tíma-
röð, og að þáttum þessum hafi verið safnað saman til varnar
framkomu Guðmundar í ófriði hans við Önund, en þeir hafi
aldrei verið felldir í samstæða heild, ef til vill vegna dauða
þess manns, sem frumkvæðið átti að verkinu. Enn fremur ber
ekki að líta á þætti þessa sem athugasemdir neins einstaks
manns, er sé að skrásetja eftir minni sögur sjónarvotta að at-
burðum þeim, sem sagt er frá: Þeir séu í raun og veru sjálf-
stæðar frásagnir, er ýmsir aðilar hafi skrifað og hafi aðeins
verið safnað saman af „höfundi“. Magnús Jónsson álítur, að
þessir þættir séu svo lausir í tengslum sín á milli og að marg-
ir þeirra komi sögunni um ófriðinn svo lítið við, að þeim
hefði sennilega verið sleppt, ef verkinu hefði verið lokið. Það
væri hægt að geta sér til um tilgang þess manns, sem safn-
aði þáttunum, en hann hafi verið að verja Guðmund og rýra
álit önundar og fylgismanna hans. Samt hafi þessi tilgangur
]) Magnús Jónsson: GutSmundar saga dýra. Nokkrar athuganir um
uppruna hennar og samseining. Islenzk fræði 8, Reykjavik 1940.
-) Sjá einkum bls. 37—38, 50, 60—61.