Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 155
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
153
aldrei verið framkvæmdur til fulls. Sagan sjálf hafi aldrei
verið rituð, og efni það, sem safnað hafi verið saman, hafi
legið ósnert í nokkur ár. Skömmu eftir andlát Guðmundar
árið 1212 hafi svo þáttum þessum verið raðað í rétta tímaröð
með eins litlum breytingum og hægt var að komast af með,
sennilega ekki af manni þeim, sem fyrst safnaði þáttunum,
heldur af öðrum aðila. Loks tók svo safnandi Sturlungu verk
þetta, hætti svolitlu inn í hér og þar í fyrsta hluta þess (og
ef til vill víðar) og felldi það inn í sögusafn sitt.
Það er vissulega rétt, að GuSmundar sögu dýra má skipta
í greinilega afmarkaða hluta, að í mörgum þeirra eru atriði,
sem eiga lítið eða ekkert skylt við aðalefnið, og að oft er
auðvelt að sjá, hvaða sjónarvottur hlýtur að hafa verið heim-
ildarmaður fyrir ákveðnum þætti. Samt finnast veigamikil
rök gegn þeirri skoðun Magnúsar, að þáttum þessum hafi
aldrei verið steypt saman í samstæða heild af neinum ein-
stökum höfundi.
Fyrsta mótbáran gegn þessari skoðun er fólgin í samband-
inu á milli þáttanna og framlögum hinna ýmsu heimildar-
manna. Þeir heimildarmenn, sem óefað má tilgreina, eru
Brandur Arnþrúðarson, Erlendur Þorgeirsson, Þorgrímur ali-
karl, Erpur prestur frá Laufási og Guðmundur dýri sjálfur.
Auk þess gerir Magnús Jónsson ráð fyrir heimildarmanni,
sem hafi verið kunnugur um Fljót og Ólafsfjörð, og álítur,
að þekkja megi sögur hans af blæ þeirra: „Það eru sögur af
bófum og lítilmennum og öllum þeim óþrifum, er af slíkum
mönnum stafa“. Hann slær því einnig fram, að hinir ýmsu
þættir, þar sem sagan lýsir kvenpersónum, heimilisháttum,
giftingum og kvennamálum, eigi allir rót sína að rekja til eins
heimildarmanns, ef til vill til frænku Guðmundar, Arnþrúð-
ar Fornadóttur. Aðra heimildarmenn má þekkja af því, að
þeir draga taum vissra aðila. Þannig hafi einn heimildar-
maður viljað halda fram hlut Ögmundar sneisar og annar
hlut Eyjólfs Hallssonar.3)
Samanhurður á skrá Magnúsar Jónssonar yfir þættina og
3) Sama rit, bls. 31—37.