Skírnir - 01.01.1960, Page 157
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
155
Af skrá þessari verður séð, að meirí hluti þáttanna á rót
sína að rekja til eins heimildarmanns. örugglega eru I., IV.,
V., VIII. og X. þáttur runnir frá fleirum en einum heimild-
armanni, og sennilega VI. þáttur líka. I þessum samsettu
þáttum eru framlög hvers heimildarmanns felld svo snyrti-
lega saman, að ekki verður vart snöggra skila á milli þeirra,
og verður því að líta á hvern þeirra sem óskipta heild. Þetta
er sérstaklega greinilegt í hinum langa Brennuþætti (VIII),
sem svo margir aðilar úr báðum flokkum hafa lagt skerf til.
Á hinn bóginn hefur aðeins einn heimildarmaður verið að
ýmsum þáttum. Maðurinn úr Fljótum var heimildarmaður
að tveimur heilum þáttum og að nokkru af tveimur öðrum.
Arnþrúður lagði skerf til fimm þátta og hafði áhrif á þann
sjötta, og það væri rökrétt að álíta (þótt Magnús Jónsson
taki það ekki beint fram), að efni það, er varðar Illuga í
V. þætti, komi frá sama heimildarmanni og XI. þáttur.
Þetta gefur eindregið til kynna, að innan hvers þáttar hafi
einn maður verið að verki við að fella saman frásagnir hinna
ýmsu heimildarmanna, skipta efninu, flétta það saman og
raða því þannig, að það myndaði samhangandi frásögn án
endurtekninga. Þættirnar hafa verið unnir á þann hátt, að
þeir birtast okkur nú langt frá því frumstæða stigi, sem sjálf-
stæðar frásagnir ýmissa sjónarvotta hafa verið á. Grunur
gæti þegar legið á, að sá, sem lagfærði brennuþáttinn, hafi
einnig lagfært hinn hluta verksins. „Safnandi" hinna tólf
þátta hefur með öðrum orðum einnig verið ötull útgefandi.
Magnús Jónsson álítur, að kenning hans um, að þættirnar
séu allir algerlega sjálfstæðir, sé óhjákvæmileg, vegna þess
að í fimm skipti er sögumaður kynntur eins og ekki hafi ver-
ið minnzt á hann áður, þótt í raun og veru hafi hann komið
fram í fyrri þætti, og einnig, að þvi er Magnús telur, vegna
ósamræmis í sambandi við, hvernig sögumaður er kynntur í
fyrsta og annað sinn í þremur af þessum tilfellum.5)
1. I IV. þætti, 7. kap., er sagt, að Grímur Snorrason frá
telur, að safnandi Sturlungu hafi bætt inn í, en það er ekki talið með i
sundurliðun þessari, þar eð það varðar ekki fyrstu gerð sögunnar.
5) Sama rit, bls. 11,14,37.