Skírnir - 01.01.1960, Page 158
156
Jacqueline Simpson
Skímir
Hofi væri maSr vitr ok lítill vexti, ok var kallaSr Ref-Grímr,
þó að í I. þætti, 3. kap., hafi þegar verið minnzt á hann:
maSr sá er Grímr hét ok var Snorrason ok bjó at Hofi .. .
En Grímr var maSr raSleitinn ok vitr . . .e) Magnús Jónsson
heldur þvi fram, að endurtekningin á lýsingunni og að um
viðurnefni Gríms er fyrst getið í 7. kapítula, sanni, að sá, sem
ritaði IV. þátt, hafi ekki vitað um I. þátt. Samt er ekki öll
lýsingin endurtekin, heldur einungis nægilega mikið af henni
til að skýra viðurnefnið og gefa þannig móðgandi orðum Sum-
arliða fulla merkingu: kvazk eigi mundu gefa systur sína
þeim Reflingum. Ef minnzt hefði verið á viðurnefni Gríms í
1. kap., hefði það alls ekki átt við, þar eð hann kom þar fram
sem virtur sáttasemjari.
2. Flosi, prestur að Silfrastöðum, er tvisvar kynntur, þ. e.
í III. og IV..þætti (6. og 7. kapítula).
3. I V. þætti, 9. kap., koma fram tveir bræður, Eyjólfur of-
láti og Ásbjörn valfrekur, sem bera hér í fyrsta og eina skipt-
ið viðurnefni þessi. Magnús Jónsson telur þá vera Hallssyni
þá, sem getið er í 1. kapítula. Ekkert er í textanum, sem styð-
ur þessa tilgátu, og Jón Jóhannesson telur hana ósennilega.7)
4. Þorgrímur alikarl er kynntur í V. og VIII. þætti (9. og
17. kap.), og í bæði skiptin er minnzt á hjónaband hans og
Guðrúnar Önundardóttur.
5. Böðvar lítilskeita úr VIII. þætti birtist aftur í X. þætti
(20. kap.) undir nafninu Böðvar lítilskegla. Ósamræmi þess-
ara viðurnefna er augljóst, en þar sem báðir þessir þættir eru
eignaðir manninum úr Fljótum, hlýtur ósamræmi þetta, eftir
kenningu Magnúsar Jónssonar sjálfs, að bera vott um vafa
heimildarmannsins sjálfs.
Þessar endurtekningar eru ekki svo veigamiklar, að þær
nægi til að styðia röksemdafærslu Magnúsar. Meira að segja
er einkennilegt, eins og Jón Jóhannesson tekur fram, að svona
6) Allar tilvitnanir úr sögunni eru teknar beint úr handritunum, og
eru þær úr British Museum Additonal II, 127 fol. (Br. í yfirliti KSlunds
yfir handrit Sturlungu), nema annað sé tekið fram.
r) Sturlunga saga, útg. Jón Jóhannesson Magnús Finnbogason og
Kristján Eldjérn, Reykjavik 1946, II, Nafnaskrá.