Skírnir - 01.01.1960, Qupperneq 159
Skírnir
Samfellan í Guðmundar sögu dýra
157
lítið skuli vera um endurtekningar, ef þættirnir eru verk
mismunandi handa. Enn fremur segir hann: AuSviíaS mái
hugsa sér, aS sá, sem steypti þáttunum saman, hafi sorfiS
slíka agnúa af, en þá hefur hann gert meira en raSa þátt-
unum eftir tímatali.8)
Annað atriði, sem Magnús Jónsson bendir á, eru frásagnir
af konum í sögunni. Er þar greinilegur áhugi á hviksögum um
fjölskyldu- og ástamál, sem hann álítur vera sönnun þess, að
kona sé heimildarmaður fyrir öllum þessum frásögnum. Enn
fremur telur harm þetta aðeins einkenna vissa þætti og að
annars staðar verði þess ekki vart, og þá sérstaklega ekki í
Brennuþættinum.9) En þetta fær ekki staðizt. Allmörg eftir-
tektarverð atvik, er varða konur eða visa til kvenna, koma
fyrir í Brennuþættinum: framkoma Guðrúnar önundardótt-
ur, bitur orð Þorfinns um hjónaband sitt og Ingibjargar og
það, sem Hákon segir um svik konu sinnar, Guðrúnar. Þessi
tvö síðastnefndu atvik verða þyngri á metunum vegna vit-
undar okkar um atburði, er sagt var frá í fyrri þáttum, sem
höfundur Brennuþáttar býst augljóslega við, að skiljist án sér-
stakra skýringa. Ef því er haldið fram, að konur skipi ekki
sinn sess i aðalatburðarásinni, þótt þeim sé ekki sleppt í þess-
um þætti, er því til að svara, að varla er hægt að ætlast til
þess, að þær haldi honum, er deilurnar ná hámarki. Mikil-
vægi kvenna, alveg eins og mikilvægi þingmanna og vinnu-
fólks, er fólgið í þeim vandræðum, sem þær geta valdið í við-
skiptum höfðingja. Því ber mikið á þeim í öndverðum ófriðn-
um, en þegar til átaka kemur, er hlutur þeirra minni. Vafa-
samt er því gildi þeirra raka, að þættirnir sýni mismunandi
áhuga á honum.
Loks hefur Magnús Jónsson bent á ósamræmi í viðhorfi
þáttanna til ögmundar sneisar. I VI. þætti, 10. kap., er óvil-
höll lýsing á honum sem vandræðagesti og versta bósa, þótt
viðurkennt sé, að hann sé úrræðagóður bardagamaður. 1
XII. þætti er dregin vinsamleg mynd af honum sem hjálpar-
hellu Arnþrúðarsona. Hann á þar virkan þátt í deilu þeirri,
8) Sturlunga saga II xxxi—xxxii.
9) Magnús Jónsson, sama rit, bls. 33,36.